Úrval - 01.12.1963, Síða 160
172
URVAL
eldmóðs og gersamlega tak-
markalausrar ástúðar. Hún út-
liellti ótæmandi ástúð sinni í
kossum og blíðuhótum og með
]>ei rri ótrúlegu gnægð ásbar-
orða, sem ég ávattt undraðist.
Mér var meðí'ætt að vera spar
á ástarorð og bliðuhót, en i'rá
henni steyptust þau yfir mig
eins og sumaröldur við Gíbralt-
ar.“
Dag nokkurn árið 1880 kom
Dwight Buell, gimsteinasali í
Hartford, að máli við Sam, og
bauð honum hlutabréf í setjara
vél, sem James W. Paige nokkur
hafði fundið upp og var um
það bil að tjúka við. Sam hafði
feiknarlegan áhuga á uppgötv-
unum, og sem fyrrverandi prent-
ari, lítið hrifinn af setjarastarf-
inu, tók hann fagnandi þessari
óþreytandi vélrænu hönd, sem
gat leyst af hendi letursetning-
una. Hann keypti hlutabréf fyrir
2000 dollara. Það ótti eftir að
reynast örlagarikt skref, sem
að lokum endaði með skelfingu.
Sam var um þetta leyti í við-
skiptaliam. Hann vitdi fyrir
hvern mun ávaxta tekjur sínar,
til þess að tryggja framtíð fjöl-
skyldu sinnar, því að hann hélt,
að tekjurnar af bókum hans,
sem væru komnar undir duttl-
ungum almennings, kynnu brátt
að verða að engu. Fram að
þessu höfðu 6 fyrstu bækur hans
— „The Innocents Abroad",
„P.oughing it“, „The gilded Age“,
„Tom Sawyer“, „Sketches New
and Otd“ og „A Tramp Abroad“
— selzt í nokkur hundruð þús-
und eintökum á fyrstu 12 árum
og liann hefði átt að búa við
allsæmileg kjör. í þess stað var
hann stöðugt á barmi gjaldþrots.
Tölur gerðu hann allfaf ringl-
aðan, og hann liafði selt rit-
verk sín á mjög óhagstæðu verði.
Þrátt fyrir það, að Ameríska
Útgáfufélagið hafði halt stór-
kostlegar tekjur af bókum hans,
fékki hann, samkvæmt samningi
sínum við það, aðeins þá lág-
marksþóknun, hinn lítilíjörlega
tíu prósent taxta, sem óþekktir
rithöfundar áttu kost á. Afleið-
ing þessa lélega samnings var
sú, að af 6 fyrstu bókunum,
sem allar voru metsölubækur
og allar eftir heimsfrægan rit-
höfund, gáfu honum aðeins 3003
dollara tekjur á ári. Enda þótt
hann gæti haft, og hefði oft,
langsamlega meiri tekjur af
fyrirtestrum sínum, vissi hann,
að hann þurfti á fjárhagsráðu-
naut að halda.
Til þess valdi þann Charles
L. Webster, eiginmann Anniar,
dóttur Pamelu. Webster var þá
þrítugur byggingaverkfræðingur.
Hann hafði enga reynslu í við-
skiptum eða útgáfustarfsemi, en
Sam kunni vel við hann, af því