Úrval - 01.12.1963, Page 161
ÆVINTÝRALÍF MARKS TWAINS
173
að hann var ósíngjarn, atorku-
saniur og kvæntur Annie. Sam
setti nú Charley yfir fyrirtæki,
sem hann hafði keipt og greitt
út i hönd — Kaolatypefélagið,
sem hafði framleitt kalkplötur
til myndprentunar. F.ftir tvö ár
var það fyrirtæki úr sögunni.
Þá ákvað Sam að gefa sjálfur
út bækur sínar og gerði Charley
að forstjóra fyrirtækisins Charl-
es L. Webster h/f, sem átti að
gefa út bækur Mark Twains og
annara höfunda. í febrúar 1885
gaf fyrirtækið út Huckleberry
Finn, sem kom fyrirtækinu á
traustan grundvöll. Huckleberry
Finn varð þegar í stað geysilega
vinsæll og sú bók, sem gaf lion-
um mestar tekjur, og komst sið-
ar í tölu sigildra bóka.
Önnur hókin, sem Webster-
fyrirtækið gaf út á sama ári,
voru endurminningar Ulysses S.
Grant, hershöfðingja. Árið 1884
var Grant fátækur maður, með
banvænt krabbamein i liálsin-
um. Hann lét tilleiðast að rita
ævisögu sína í því skyni að
sjá fyrir konu sinni, og' lauk
við „Endurminningar“ sinar í
tveim bindum aðeins 4 dögum
fyrir andlát sitt.
Pantanir á bókinni komu í
stríðum straumum og Sam varð
að setja öll hjól i gang til þess
að valda þessu risavaxna verk-
efni. Tuttugu prentsmiðjur og
sjö bókbindarar unnu dag og
nótt að þessari bók, sem þjóð-
in beið svo óþolinmóð eftir.
Útgáfusamningurinn, sem var
stórum hagstæðari en áður hafði
þekkst, tryggði hershöfðingjan-
um 70% af hagnaðinum. Fyrir
„Endurminningar" fékk ekkja
Grants stærstu einstaka ávísun,
sem til þessa hafði þekkst í
sögunni í rithöfundarlaun —
launin tii hennar námu 420.000
dollurum, en hagnaður Webster-
fyrirtækisins nam 180.000 doll-
urum. Mark Twain beitti sér
einnig fyrir opinberum sam-
skotum til þess að reisa graf-
hýsi yfir Grant i New Yorkborg.
Árið 1885 náðu tekjur Sams
hámarki. Þá varð 40,000 doll-
ara hagnaður af Websterútgáfu-
fyrirtækinu. En það voru göt á
vösum hans, sem peningarnir
runnu út um.
Hann hafði verið öriátur á
að deila með öðrum þeim
greiðslum, sem honum áskotn-
uðust. Af fyrstu ávísuninni, sem
hann fékk fyrir „The Innocents
Abroad“, liafði hann sent móð-
ur sinni 500 dollara. Á fyrir-
lestrarferð í Lundúnum keypti
hann handa Sammie Moffet
frænda sínum, leikfang, gufu-
vél, sem kostaði 140 dollara.
Æ ofan í æ þurfti hann að
styrkja Orion, sem fyrir löngu
hafði misst stöðu sina i Nevada,