Úrval - 01.12.1963, Page 164
17G
réttinum, og Livy fullvissaði
hann um, að með ritum sínum
og fyrirlestrum mundi hann losa
sig við skuldabaggann innan
fjögurra ára.
í leyndum treysti Sam því,
að setjaravélin mundi verða sér
til hjargar. Rogers taldi það einn-
ig hugsanlegt, og lét reyna hana
í prentsmiðju Times Herald i
Chicago. En hún brást. Vegna
síendurtekinna bilana reyndist
hún ónothæf og dýr í rekstri.
11)0000 dollurum, sem hann hafði
lagt til liennar, var algerlega
kastað á gjæ, og draumurinn
þar með búinn. Vélin, sem Paige
hafði eytt i tveim milljónum
dollara og 20 árum af ævi sinni,
var gefin á safn.
Saní undirbjó nú árs fyrir-
lestrarferð út um allan heim,
og tók I.ivy með, þar sem hvor-
ugt þeirra gat hugsað sér svo
langan aðskilnað. Clara fór með
þeim sem einkaritari hans, en
Susy og Jean dvöldu hjá frænku
sinni á Quarry búgarði.
Þau lögðu af stað frá Elmira
með lestinni vestur yfir Banda-
röðin komin að Webster-útgáfu-
un hans og' alls staðar var troð-
fullt hús. Allir vissu í hvaða
tilgangi ferðin var farin og mcnn
söfnuðust saman til þess að
óska honum góðrar ferðar. Er
hann lagði upp frá Vancouver
til Ástraliu, styrktur og hresst-
ÚR VAL
ur af framúrskarandi hjartnæm-
um móttökum, sendi hann Rog-
ers 5000 dollara upp í skuldina.
Er til Ástraliu kom, var hon-
um hvarvetna tekið sem göml-
um vini. Á götunum kölluðu
menn glaðlega, „halló Mark,“
og á kvöldin „góða nótt Mark.“
Á fyrirlestrunum voru allir sal-
ir fullir út úr dyrum, og tveim
vikum eftir komuna, sendi hann
aðra greiðslu upp í skuldina.
Frá Ástralíu fór hann um Tas-
maníu og Nýja Sjáland til Ind-
lands. Enginn hafði farið jafn
konunglega hringferð um jörð-
ina, nema Grant hershöfðingi,
sem fyrrverandi forseti 1878.
Hver þjóðin af annarri tók hon-
um sem sínum eigin syni. Hann
var rithöfundur, alþjóðlegur,
allsstaðar velkominn. Dagblöðin
spurðu um skoðanir hans, boð-
um um að flytja erindi rigndi
yfir hann, þúsundir leituðu
ráða hans bréflega. Fólkið
þyrptist að honum, hvar sem
hann kom, með húrrahrópum
og lófaklappi, á götum úti, í
leikhúsum og veitingahúsum.
Þegar til Englands kom, var
honum veittur æðsti bókmennta-
heiður heiins, „Oxford’s Doct-
or of Letters degree," og að-
dáendur hans meðal enskra
stúdenta sneru „Oxford’s Page-
ant“ (Oxfordskrúðganga) upp í
„Mark Twain’s Pageant.“