Úrval - 01.12.1963, Side 167
ÆVINTÝRALIF MARKS TWAINS
17!)
an. Hjá I-ivy, sem ávallt var
veikbyggð, ágerðist smám sam-
an hjartabilun, sem að lokum
lagði hana i rúmið 22 síðustu
mánuði ævi hennar. Til þess
að geta verið nærri henni dag
og nótt, lokaði Sam sig úti frá
öllu opinberu lífi, þar sem
yfir hann rigndi boðum um að
koma fram opinberlega til að
flytja erindi og veita viðtöku
alls konar virðingarvottum.
En ást lians og löngun til að
segja henni frá öllu og koma
henni til að hlæja, var of æsandi
fyrir hennar veika lijarta, svo
að læknarnir urðu að skammta
honum aðeins tvær mínútur á
dag til heimsóknar hjá henni.
Hann beið fyrir utan dyrnar
löngu áður en honum var hleypt
inn, og þegar líðan hennar var
svo slæm, að liann fékk alls ekki
að koma inn, stóð hann eftir-
væntingarfullur fyrir utan og
leit ekki af glugganum hennar
í þeirri von að sjá vasaklút
veifað. Og oft stakk hann hréf-
miðum nndir hurðina.
„Góðan daginn, ástin mín. Ég
er alltaf að hugsa um þig, og
það var þin vegna sem ég vakti
i nótt fram yfir miðnætti, tii
þess að húa allt undir þennan
byl og reyna að láta hann hða
skikkanlega og heiðarlega hjá
— hvað ég ekki gat, en ef þú
villt taka handfylli af snjó og
rannsaka hann, muntu komast
að raun um að þú hefir aldrei
séð annan eins snjó, svo fin-
gerðan, furðulega smágerðan og
óviðjafnanlega mjallahvítan
nema i bakgarði keisarans i
Vínarborg. Ég elska þig svo inni-
lega, staðfast og stöðuglega, Livy,
ástkæra.“
Næsta vetur ráðlögðu lækn-
arnir að flytja Livy i mihlara
loftslag á Ítalíu, og Sam tók á
leigu Villa Quatro, skammt frá
Flórens. Þar skánaði henni unr
tíma. En brátt leið að endalok-
um. Um kvöldið 5. júní 1904,
er Sam, Clara og Jean kornu
inn í herbergi hennar til að
bjóða góða nótt, svaraði hún
ckki.
Þögull og stirðnaður af harmi
„yfir missi hennar, hvcrrar
minning cr hið eina, sem ég
tilbið,“ sneri hann aftur til Am-
eríku, ásamt Jean og Clöru. Dap-
ur í bragði lifði hann i leigu-
íbúð sinni í Fimmtu Breiðgötu
í rólegu úthverfi New York-
borgar og ritaði sér til afþrey-
ingar Eve’s Diary (Daghók
kvöldsins), lofgerð til Livyar,
og hlýddi á sinfóníur Beeth-
ovens af grammofónplötum.
Með aldrinum hafði sótt á
hann endurtekið lungnakvef og
hjartahilun, likt og hjá Livy,
og sér til léttis tók hann að eyða
vetrunum á Bermuda. En hann