Úrval - 01.12.1963, Page 168
180
haföi fengið sig fullsaddann á
flutningum, og þar sem liann
bjó yfir gamalli ósk um að eign-
ast heimili á ný, lét hann byggja
nýtt hús í Redding i Connecti-
cut — enda þótt hann tæki eng-
an þátt í ráðagerðum um fyrir-
komulag þess og neitaði að sjá
staðinn, þar til allt var tilbúið.
Það var nefnt Stormfield, og
átti eftir að verða heimili fyrir
Clöru, þegar hún var ekki á
hljómleikaferðum, og fyrir Jean,
þegar hún var ekki í sjúkra-
húsum, og fyrir hann, g'amlan
og þreyttan manninn. Og með
húsgögnunum úr Hartfordhús-
inu til að ylja það upp, var
það orðið að fjölskylduheimili.
En það stóð aðeins skamma
stund. f október 1909 gekk Clara
að eiga Ossip Gtabrilowitsch,
slaghörpuleikarann, sem hún
hafði kynnst í Vín, og sigldi
með honum til Evrópu. Og sama
ár, á aðfangadagsmorgun vakti
þjónn Mark Twain með þeirri
harmafregn að Jean væri látin.
Og' á jólakvöldinu -— sem
liafði verið undirbúið með gleði
— lá nú likami Jean á hinu
svo skyndilega auða heimili, og
í djúpri þögn næturinnar reik-
aði faðirinn úr einu herberginu
í annað, „eins og menn gera
á slíkum stundum, í þeirri orð-
vana tilfinningu, að eitthvað
ÚR VAL
sé glatað, sem aldrei verði cnd-
urheimt...“
Eins og Sam hafði ritað sér
til hugaléttis um Susy og Livy,
eins ritaði hann nú um Jean.
Hann ritaði um yngsta barn sitt,
sem við burtför sina hafði skil-
ið liann eftir einan á sjálfum
jólunum. Er hann hafði lokið
hinni átakanlegu frásögn, lagði
hann frá sér pennann.
„Ég mun aldrei rita neitt fram-
ar.“
Og þannig varð það. „Dauði
Jean,“ var hið síðasta, sem Mark
Twain ritaði.
Lausnin kom tæpum fimm
mánuðum síðar. Hann var á
Bermuda, þegar hann fann, að
stundin nálgaðist. „Ég vil ekki
deyja hér,“ skrifaði hann vini
sinum. „Sérvizka mín um stað-
inn fer alltaf vaxandi.“
Heimferðin var kapphlaup við
tímann. Hann hafði ákafan
hjartverk og aðeins fyrir þá á-
kvörðun hans, að komast heim,
hélt það áfram að slá. En þegar
þvi takmarki var náð, bauð
hann dauðann velkominn sem
„hina dýrmætustu allra gjafa.“
Vorkvöldið 21. apríl, 1910,
gaf Mark Twain upp andann að
Stormfield, 74 ára að aldri.
En hann var syrgður um all-
an heim. Hann var lesinn víðar
en nokkur annar amerískur
höfundur, elskaður af flestum og