Úrval - 01.12.1963, Side 169
ÆVINTÝRALÍF MARKS TWAINS
181
burtför lians var hörmuð af öll-
Um þjóSum.
Sam var lagður til hvíldar í
fjölskyldugrafreitnum í Elmira
við hliðina á Livy, Susy, Jean
og Langdon. Pilagrímsför hans,
sem hafði komið heiminum til
að lilæja, var lokið.
TANNSKEMMDIR 1 EGYPTALANDI OG GHANA.
Á 13. alþjóðaþingi tannlækna, sem haldið var í Köln haustið
1962 og sött var af rúmlega 10 þús. manns frá 82 löndum, skýrði
dr. L. Atallah, arabiskur læknir, svo fra:
Börn í Egyptalandi borða margfalt meira af aldinum en af
sælgæti og kökum. Egypzkar mæður hafa flestar börn sin á
brjósti. E'n þegar barnið sýgur, stuðlar það að þroska kjálka,
tanna og andlitsvöðva. Egypzkir bændur gera mikið af því að
tyggja sykurreyr og maísstöngla, og það er hin bezta þjálfun
fyrir kjálka og tennur. Tannskemmdir finnast aðallega meðal
efri stétta og miðstétta landsins, einna helzt I stærri borgum,
en þar er borðað mikið af mjúkmeti og sætindum.
Annar læknir, dr. A. B. MacGregor, frá Birmingham í Eng-
landi, skýrði frá rannsókn á tannskemmdum I Ghana, en þangað
var honum boðið af stjórn landsins. Honum segist svo frá, að
tannskemmdir fari ört vaxandi í Ghana. Lifnaðarhættir þjóðar-
innar hafa ekki tekið verulegum breytingum að öðru leyti en því,
að mataræðið hefur breytzt. Er veigamesta breytingin fólgin í
sívaxandi innflutningi hvítrar mjölvöru og sykurs, sem telja
verður meginorsök tannskemmdanna. Rannsókn hefir leitt í Ijós:
1) Að tannskemmdir meðal fullorðinna eru langsamlega tíð-
astar hjá þeim, sem mest hafa samið sig að matarvenjum Evrópu-
búa.
2) Að tannskemmdir eru meiri hjá börnum en fullorðnum.
3) Að tannskemmdir meðal fátækara fólks, sem býr í norður-
héruðum landsins — en þar eru matarhættir Evrópubúa lítt út-
breiddir — eru aðeins þriðjungur þess, sem finnst í stærri borg-
um við ströndina.
Sambandið milli tannskemmda og lifnaðarhátta var svipað í
öllum aldursflokkum. Meðal efnaðra fólks námu þær um 60%
þeirra, sem skoðaðir voru, enj hjá hinum fátækari 22%.
COr „Dental Times“, blaði tannlcekna í New York, 15. sept. 1962).