Úrval - 01.12.1963, Page 172
184
ÚR VAL
Ungur maður hér í bæ bauð
i íyrrahaust ungri, heldur feit-
laginni en laglegri stúlku í kvöld-
verð austur í Valhöll á Þingvöll-
um. Strax og Þjónustustúlkan
kom að borðinu, byrjaði stúlkan
að panta. „Ég ætla að fá tvö-
faldan rækjukokkteil, súpu og
rundstykki, siðan steik með kart-
öflum, grænmeti og sósu, en á
eftir rjómaís og ávaxtakokkteil,
síðan kaffi og kex.“ Þessu næst
sneri hún sér að herranum og
spurði græðgislega: „Með hverju
ættum við að skola þessu niður?"
Ungi pilturinn leit flóttalega út
um gluggann, en sagði síðan:
„Væri ekki ráð, að við byrjuð-
um á Þingvallavatni?"
Mánudagsbl.
-5f-
Eins og kunnugt er, Þá var
Gunnar Bjarnason, fyrrverandi
hrossaræktarráðunautur, Aóla-
stjóri að Hólum í Hjaltadal. Var
skóiastjórn hans nokkuð umdeild,
og urðu um stund blaðaskrif og
rifrildi um allt hans starf, enda
mótmæitu sveinar og fundu ails
staðar að, enda lauk svo, að Gunn-
ar hrökklaðist frá. Aðaldeiluefnið
var Þó, að illa væri búið að svein-
um, og til vandræða horfði vegna
heyleysis. Eftir að deilur þessar
voru um garð gengnar og kyrrð
komin á, varð hagyrðingi einum
Þessi vísa af munni:
Hart leikur Gunnar Hólastól,
höfuðból feðra vorra,
sveinarnir féllu fyrir jól,
fénaðurinn á Þorra.
Mánudagsbl.
-Jf-
Karlmaðurinn er hugsunin og
konan eðlisávísunin . .. og þær
hafa aldrei orðið eitt
James Stephens
-5f-
Kaupsýslumaður við félaga sinn,
Þar sem þeir standa fyrir framan
nýjan rafeindaheila fullir aðdá-
unar: „Og annar stór kostur, mað-
ur! Þessi hérna mun aldrei koma
hlaupandi inn í skrifstofuna einn
góðan veðurdag með æðislegt
stjörnubiik í augum og tilkynna,
að hann sé að hætta, af því að
hann ætli að fara að giffca sig.“