Úrval - 01.12.1963, Side 177
Franeis Spellman kardínáli var
eitt sinn staddur á baseballkapp-
leik í New York. Boltinn fór út
af vellinum og lenti beint i hnénu
á kardínálanum. Leikmaðurinn,
sem sótti boltann, spurði, hvort
kardínálinn hefði meitt sig.
„Hafðu engar áhyggjur af mér
góði,“ sagði kardínálinn. „Hnén
eru sterkasti hluti prestanna.“
Joe McCarty i The Am. Weekly.
-X-
Joe Frisco gamanleikari var
huglítill maður, og þegar hann
var á ferðalagi, var hann alltaf
hræddur um, að stolið yrði frá
honum. Kvöld eitt kom hann seint
til Pittsburgh og tók sér gistingu
á gistihúsi. Hann leitaði I öllum
skápum, undir rúminu og á bak
við gluggatjöldin til þess að full-
vissa sig um, að enginn lægi í
leyni í von um að geta tæmt vesk-
ið hans. Síðan tvílæsti hann hurð-
inni, leit enn einu sinni inn i
baðherbergið, slökkti ljósin og
stökk upp í rúmið. Svo kallaði
hann út í myrkrið, svona rétt til
öryggis: „Jæja, þá er ég kominn
aftur til Pittsburgh, og skítblank-
ur rétt einu sinni!“
Joe McCarty í The Am. Weekly.
George S. Patton, fyrrverandi
hershöfðingi, horfði eitt sinn á
leiksýtningu, sem haldin var i
klúbbi liðsforingja úr einni skrið-
drekahersveit hans í Þýzkalandi.
I einu atriði stældi ungur liðs-
foringi hinn sérkennilega hers-
höfðingja og hermdi eftir honum.
Hann vissi, að hershöfðinginn var
meðal áhorfenda, svo að hann
lagði sig allan fram. Þegar hann
var svo kynntur fyrir hershöfð-
ingjanum, eftir að sýningunni
lauk, spurði liðsforinginn hann,
hvað honum hefði fundizt \ um
eftirhermurnar.
„Ja, sonur sæll,“ svaraði patton.
„Fjandinn hafi það, ef annar hvor
okkar yfirleikur ekki!“
Bill Danch.
-íf-
Nýja kvöldbarnfóstran segir
kvíðafull við foreldra óþægra,
lítilla drengja „ ... og hérna er
heimanúmer mitt, en þar er hægt
að ná til mömmu, ef eitthvað
illt hendir mig!“
•Vr
Móðirin -kveður lítinn son, sem
er að fara í afmælisveizlu, og
segir áminningarrómi: „Og
gleymdu þessu nú ekki:... Þegar
veizlunni er lokið, skaltu fara til
mömmu Lucy og biðja hana af-
sökunar."
-íf-
Sérfræðingurinn við sjúklinginn:
„Það hafa. orðið miklar framfarir
i læknavísindunum, frú Smedley.
Áður héldum við, að kvilli yðar
orsakaðist af skemmdum tönnum,
en nú höfum við náð svo langt,
að við vitum ekki um orsök hans!“