Úrval - 01.12.1966, Side 7

Úrval - 01.12.1966, Side 7
RÁÐGÁTAN UM HIÐ HEILAGA LÍKKLÆÐI 5 kórónu. Einnig er holund á hægri síðu, sem spjót gæti orsakað. Og sár eftir stóran nagla, sem gekk gegnum báða fætur samtímis. Vér vitum samkvæmt guðspjöllunum, að þannig var farið með Krist vegna dæmafárra kringumstæðna, og það er mjög vafasamt, að sama röð af ofbeldisverkum og geigvænlegum misþyrmingum hafi verið látin bitna á nokkrum öðrum manni. Það er ekki erfitt að skýra hvern- ig líkklæði getur hafa varðveitzt í nítján aldir. Til eru 2000 ára gömul egypsk líkklæði, sem ennþá eru eins og ný. En vér höfum engin söguleg skilríki, sem rekja sögu líkklæðis þessa til Krists. En það er ekki fjarstæða að ætla, að sökum varúðar og af trúarlegum ástæðum hafi ekki verið á líkklæði þetta minnzt fyrstu aldirnar eftir Krist. Hins vegar fara sagnir um slíkt klæði að koma fram þegar á fimmtu og sjöttu öld, og svo úr því með svipuðum millibilum allt fram til ársins 1355, en þá segir af því í Lirey á Frakklandi, og þangað var það flutt af krossferðarriddaranum George I de Charney lávarði. Upp frá því er saga þess óslitin og greinileg. En þótt hinar sögulegu sannanir séu ekki fullnægjandi, benda sterk- ar líkur til þess, að hér sé um lík- klæði það að ræða, sem Kristur var sveipaður, er hann var lagður í gröfina. Meðlimum beggja nefndanna kom saman um það, eftir efnagreiningu á blóðblettunum, að úr sárinu hafi runnið bæði blóð og vatn (serum), og að þetta sé ábyggilegur vottur þess, að maðurinn hafi verið andað- ur þegar hermaðurinn rak spjótið í síðu hans. Það var einnig alveg sérstök und- antekning, hvernig líkaminn var sveipaður líkklæðinu. Menn höfðu þann sið til forna að þvo og smyrja lík og vefja um það línrenningum, auk þess sem það var sveipað lík- klæði. f þessu tilfelli, sem hér um ræðir, var líkið blátt áfram sveip- að þessu langa línklæði einu sam- an, sem ilmdufti hafði verið stráð á, blandað alói, og enda þótt líkið væri alþakið svita og blóði, var það ekki þvegið eða á annan hátt búið undir greftrun. En það var einmitt þetta, sem átti sér stað með líkama Krists. Hann var lagður í gröfina sveipaður að- eins „hreinu línklæði", alveg eins og hann var tekinn niður af kross- inum. En ástæðan var sú, að sabb- atsdagur Gyðinga var að byrja, svo nauðsynlegt var að fresta greftr- unarathöfninni. Og svo að síðustu gat líkaminn ekki legið í líkklæðinu það lengi, að rotnunin næði að komast á ann- að stig, að öðrum kosti mundi myndin hafa eyðilagzt. Guðspjöllin segja að þessu hafi verið þannig farið. Enda þótt nokkur vísindaleg við- fangsefni- þessu viðkomandi séu ennþá óleyst, er ég sannfærður um, að niðurstöður rannsókna vorra með aðstoð guðspj allanna fái stað- fest hina aldagömlu trú manna á myndunum í líkklæðinu, sem sé, að það hafi verið Kfristur, sem skildi förin eftir í línklæði þessu,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.