Úrval - 01.12.1966, Qupperneq 13
ÞAÐ ER REIMT í HÚSINU
11
eins, en sundlaugin var auð, og
borðstofan, sem „maðurinn“ hafði
komið frá, var galtóm. Frú Dahl-
feld hélt fast við að hún hefði séð
mann og lýsti honum sem meðal-
manni um fimmtugt, í hvítri skyrtu
með dökkt bindi og klæddum
svörtum fötum. Hár hans var tekið
að þynnast á hvirflinum, og hann
hafði kartöflunef.
Elke sagði mér söguna yfir mat-
borðinu. Hvorugt okkar leit þetta
alvarlggum augum, enda þótt við
værum bæði furðu lostin yfir því,
sem gerzt hafði.
Næsti atburður átti sér stað hálf-
um mánuði seinna. Tengdamóðir
mín, sem svaf í gestaherberginu
niðri, vaknaði við það, að maður
nokkur starði á hana. Hún hélt því
fram, að hann hefði staðið við fóta-
gaflinn á rúminu hennar, en hann
hvarf rétt í því, er hún ætlaði að
æpa á hjálp.
Eftir þetta heyrðum við á hverri
nóttu eftir háttatíma, hljóð, sem
líktust því þegar stólar eru dregn-
ir til. í fyrstunni hentum við gam-
an að þessu og sögðum sem svo, að
þessi „maður“ Edithar hlyti að
vera að breyta húsgagnaskipaninni.
En eftir fáeina daga gerði ég þá
varúðarráðstöfun, að klippa af allar
trjágreinar, sem kynnu að slást í
borðstofugluggann.
f ágúst fór Elke til Júgóslavíu til
að gera kvikmynd. Ég gerði róð
fyrir að dvelja áfram í húsinu
nokkrar vikur til að ljúka verki,
sem ég hafði með höndum.
Allt frá þeirri stundu, sem ég
varð einn í húsinu fann ég til óþæg-
inda, sérstaklega um nætur. Því
væri bezt lýst með því að segja, að
mér fannst ég aldrei vera aleinn.
En fleira kom nú til skjalanna.
Ég lokaði og læsti gluggunum í
svefnherberginu niðri en þrjá
morgna voru þeir galopnir. Og háv-
aðinn í borðstofunni hélt áfram að
heyrast. Ég heyrði tvisvar að að-
aldyrunum var skellt enda þótt
þær væru harðlæstar um morgun-
inn.
Þessaar undarlegu aðferðir leiddu
til þess að ég tók sjálfur til minna
ráða. Ég keypti þrjá örlitla hljóð-
nema og fékk lánuð þrjú lítil mót-
tökutæki. Síðan kom ég segul-
bandstækjum fyrir í þeim. Vegna
þess, að ekki verður komizt að hús-
inu okkar, nema eftir langri heim-
keyrslu, faldi ég einn hljóðnemann
við innkeyrsluna. Annan setti ég
við aðaldyrnar, og hinum þriðja
kom ég fyrir á barnum í borðstof-
unni.
Að þessu loknu bjó ég um mig
í svefnherberginu mínu á efri hæð-
inni. Ég þurfti ekki að bíða lengi.
Ekkert hljóð heyrðist úr hljóðnem-
unum tveimur, við innkeyrsluna og
dyrnar, en frá barnum í borðstof-
unni heyrðust kunnugleg hljóð,
eins og dregnir væru til stólar. Ég
tók upp 38 kalíbera skammbyssuna
mína, og læddist niður í borðstof-
una og kveikti ljósin. Herbergið
var mannlaust. Stólarnir stóðu all-
ir á sínum stað.
Þegar ég var kominn upp, hlust-
aði ég á segulbandsspólurnar. Há-
vaðinn hafi hætt þegar ég fór nið-
ur. Smellurinn frá slökkvaranum
og hósti minn heyrðust greinilega
og einnig hávaðinn eftir að ég fór