Úrval - 01.12.1966, Side 15

Úrval - 01.12.1966, Side 15
ÞAÐ ER REIMT í HÚSINU 13 hygli á frásögn mína, sagði hann, að ameríska sálarrannsóknafélagið hefði ávallt mikinn áhuga á slíkum draugahúsum. Þeir spurðu aftur hvort við hefðum nokkuð á móti heimsókn nokkurra miðla og skyggns fólks. í fylgd með þeim yrði einhver meðlimur Suður-Kali- forníudeildar félagsins. Við Elke reyndum alltaf að vera fjarverandi er þetta fólk kom til þess að trufla ekki athuganir þess. Hér verður getið um nokkrar slíkar athuganir og árangur þeirra. Tuttugasta október kom Douglas Johnson, skyggn maður, í fylgd með einum meðlima Sálarrann- sóknarfélagsins og fór beina leið inn í borðstofuna. Hann tilkynnti að hann „sæi“ stóran mann, Evrópubúa, sem einu sinni hefði verið með yfirskegg og haft gaman af tónlist. Sjötta nóvember kom skyggn kona að nafni Lotte von Strahl, sem árum saman hjálpaði lögreglunni í Berlín og fleiri borg- um Þýzkalands, með miðilshæfi- leikum sínum. Hún gekk inn í borð- stofuna og lýsti manni, sem var stór, óþrifalega til fara og fullur haturs. Það fór hrollur um frú Strahl. „Hann snerti mig,“ sagði hún. „Hann hatar mig og vill að ég komi mér út héðan.“ Ellefta nóvember kom Maxine Bell, velþekktur miðill og rannsak- aði húsið. Hún fór inn í borðstof- una og „sá“ þar mann, um það bil fimmtugan. Hún sagðist halda, að hann væri læknir og hefði hann dáið af völdum hjartaslags 58 ára gamall og væri ákveðinn í því að vera áfram í húsinu. Tólfta nóvember kom Brenda Crenshaw, meðlimur Brezka sálar- rannsóknarfélagsins og fór inn í borðstofuna og sagði: „Ég sé mann, stóran vexti um sextugt. Hann var læknir sem dó erlendis af völdum hjarta eða lungnasjúkdóms.“ Þessar lýsingar voru fremur furðulegar. Lýsingin á ytra útliti vofunnar líktist mjög lækni nokkr- um, sem hafði verið að skrifa bók með mér, en dáið áður en við höfð- um lokið henni. Einnig líktist vof- an að sumu leyti föður Elke. Nú fór ég að tala við fyrri eig- endur hússins. Upplýsingar þeirra voru alls ekki traustvekjandi. Fólkið, sem við höfðum keypt húsið af, hafði búið þar um það bil eitt og hálft ár. Konan sagðist aldrei hafa séð neitt óvenjulegt en oft heyrt undarleg hljóð. Henni sagðist svo frá: „Nótt eina þegar maðurinn minn var í burtu, fór ég að sofa um klukkan ellefu og vaknaði við fótatak í borðstofunni. Það var svo greinilegt, að ég varð hrædd og hringdi í vinkonu mína og spurði hana hvort ég mætti ekki koma og vera hjá henni. Ég læsti mig inni í svefnherberginu og hringdi á leigubíl. Stuttu síðar kom hann og nam staðar fyrir framan húsið. Ég beið áfram eftir því að bílstjórinn hringdi bjöllunni en það gerði hann ekki. Þá kallaði ég til hans úr svefnherbergisglugganum. Þegar hann svaraði hljóp ég niður tröppurnar inn í bílinn og spurði hvers vegna hann hefði ekki hringt bjöllunni. Hann sagðist hafa séð mann standa við dyrnar og haldið að hann væri farþeginn. Maðurinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.