Úrval - 01.12.1966, Page 20
18
ÚRVAL
þó að leitað sé víðar en þar sem
nokkuð kann að finnast, og barni,
sem sýnd er þessi alúð að leyfa
því að spreyta sig á því sem það
hefur gaman af, mun þykja vænt
um það, verða betra barn for-
eldrum sínum og betri þjóðfélags-
borgari en annars.
Svo er enn eitt sem ekki má
gleyma. Gáfum fylgir mikil ein-
þykkni. Þær hlýðnast engum lög-
um nema þeim sem í sjálfum búa.
Barnið veit ekki af þeim fyrst, en
þegar það stækkar, koma þær í
ljós, með stöðugri kostgæfni á því
efni sem þær beinast að, hvort
heldur það er tónlist, stærðfræði,
myndlist, eða bókmenntir. En þó
einkum ef heimih og skóli hlynna
að þessu, svo sem vera ber. Ef ekki,
verða þau barninu að böli og traf-
ala, og gera það einmana. Uppörv-
un og aðstoð er þessum börnum
nauðsynleg, ef þeim á að líða vel.
Hið gagnstæða gerir þau beisk í
lund. En hvort sem er, er ætíð hætta
á að reynsluleysi þessara barna megi
leiða þau út í ógöngur metnaðar
og sjálfsálits, ef skaplyndi þeirra
og eðlisfari er þannig háttað. Og
kemur þá til kasta góðra foreldra
og annarra að leiða það úr þessari
villu. Ef vel væri þyrfti bráðgáfað
barn að njóta slíkrar alúðar í upp-
eldi, sem varla er unnt að veita,
svo sem nú er ástatt. Það þyrfti
að hafa einkakennara sem skildi
það vel og kynni tök á því, og jafn-
framt að mega umgangast jafn-
aldra sína sem jafningja. Þegar
fram í sækti þyrfti það líka að
hafa kennara, sem væri jafningi
þess að hæfileikum, en miklu bet-
ur að sér, svo það geti litið upp til
hans bæði vegna kunnáttu hans og
góðvildar. En til þess yrði hann að
vera einn af hinum dýrmætu
tveimur af hundraði, svo hætt er
við að nokkuð muni skorta að
þetta verði framkvæmanlegt.
Hvað getum við þá gert fyrir gáf-
aða barnið? Ekki annað á fyrstu
árunum en að fylgjast með fram-
förum þess og þroska. Á þeim ár-
um getur margt villt um, en þegar
hæfileikarnir koma ótvírætt í ljós,
er bezt að það sé sjálfrátt um leik
sinn og nám að Svo miklu leyti
sem því verður við komið. Fyrir
engan mun má leggja hindranir í
veg fyrir það. Ekki tefja fyrir því
eða ætla því sama tíma og meðal-
greindu barni hæfir, ekki hæða það,
ekki beita því ofríki. „Þú vinnur
aldrei fyrir þér með þessu gutli.“
En þegar vissa er fengin, má
rétta því hjálparhönd, gefa því liti
og pappír til að teikna á, skrifpapp-
ír og penna. Þetta er vandalaust.
Hitt er meiri vandi að þola allan
þann hávaða, sem fylgir æfingum
á hljóðfæri, að lesa endalausar sög-
ur, barnalegar og hvorki vel skrif-
aðar né rétt stafsettar, og því um
líkt.
Og svo getur farið svo, þrátt fyr-
ir allt, að barnið lendi í flokki
hinna nítíu og átta af hundraði.
Alúðin, sem því var sýnd, er samt
ekki unnin fyrir gýg. Bernskuárin
verða sízt daprari fyxir það, né
verra að minnast þeirra. En ef
barnið er í rauninni í hópi hinna
fáu, þá þarf ekki að naga sig í
hendurnar fyrir vanrækslu, heldur