Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 23

Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 23
ÞANNIG BYRJAÐI ÞAÐ 21 ur meira en nóg af siðferðisprédik- unum, áður en ég leitaði til AA- samtakanna. Helgarnar og frídagarnir, þá eyðilagði ég alla, bæði fyrir ykkur og sjálfum mér. Ég veit þú manst eftir Þakkardeginum 1959, enda þótt mamma þín ræki þig út áður en versta hrynan byrjaði. Ég get sagt þér það núna, að ég fékk skilaboðin", sem þú sendir mér, þegar þú leizt um öxl um leið og þú hljópst út úr eldhúsinu. Þú viss- ir vel, hvað var að gerast og þú stanzaðir andartak og horfðir á mig. Ég stóð við ísskápinn, eða rétt- ara sagt, studdi mig við hann. Þú sagðir ekkert. Þú þurftir þess ekki. Vonbrigði þín og óbeit og andúð og jafnvel raunverulegt hatur, lýsti sér allt úr logandi augum þínum. Hvað ætli ég geti þá svo sem sagt þér, sem þú ekki þegar veizt, um það, hvernig áfengið leikur menn, þegar það nær valdi á þeim. Þú fannst það á sjálfum þér — mar- tröðina sem fylgdi skilnaðinum, heimili án föðurs, langtíminn, sem þú heyrðir ekkert frá mér, og þegar þú loks fréttir af mér, þá óskað- irðu þess, að þú hefðir ekki gert það. Ég er að reyna að segja þér, að það, sem þú sást ske á milli okkar, og það sem henti mig, eftir að ég yfirgaf ykkur — nöturleg herbergi á lélegustu hótelum, geðveikrahæl- ið og allt það, — var aðeins síðasta tímabilið í ástalífi mínu með flösk- unni. Þetta byrjaði áður en þú fæddist. f raun og veru byrjaði þetta einmitt, þegar ég var á þínum aldri, og þess vegna er það, að ég held, að það sé tímabært fyrir þig að hugsa um áfengi og ofdrykkju einmitt núna. í AA-samtökunum eyðum við töluverðum tíma yfir kaffibollum í það að ræða um reynslu okkar, og við höfum komizt að raun um, að ekki er auðvelt að segja fyrir um hvaða unglingar verða drykkju- sýkinni að bráð. Sum okkar gátu, sem börn, farið örugg að sofa í skjóli samheldinnar fjölskyldu. Önnur urðu að breiða upp fyrir höfuð, til að losna frá því víti sem heimili þeirra var. En enginn hefði gert ráð fyrir, að nokkurt okkar yrði drykkjusjúklingur. Hvers vegna urðum við þá sýk- inni að bráð? Nokkrir halda or- sökina þá, að við höfum drukkið of mikið. Ég álít, að eitthvað hafi bagað okkur fyrir, og við síðan stuðzt við áfengi eins og nokkurs- konar hækju. Þetta er í sjálfu sér ekki óvenjulegt, sérstaklega meðal ungs fólks sem er í þann veginn að verða fullorðið. Þegar slíkt fólk uppgötvar áfengið, þá finnst því að það geti hjálpað og vera sann- kallað töfralyf. Vandinn hófst síðan, þegar þessi hækja byrjaði að svíkja okkur. Stundum rann hún til og við féll- um. Smám saman ákváðum við, að hún væri farin að verða til meiri trafala en hjálpar. En þá komumst við einnig að raun um aðra furðu- lega staðreynd, sem sé þá, að við gát um ekki losað okkur við hana. Fá- ein okkar tóku að drekka að stað- aldri, vegna þess að áfengi gaf okk- ur villandi hugrekki, til þess að leysa vandamál, sem við hefðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.