Úrval - 01.12.1966, Page 25

Úrval - 01.12.1966, Page 25
ÞANNIG BYRJAÐI ÞAÐ 23 ómissandi þessi áfengishækja var að verða mér. Móðir þín vissi ekki um þessa hlið á mér fyrr, en við vorum gift. Tilhugalíf okkar var raunar enda- laus ráp á bari og í veizlur. Hún var ólík Judy um það, því hún bragðaði vín, og ég hélt að henni þætti það gott. Hún gerði í fyrstu tilraun til að fylgja mér eftir. Að stuttum tíma liðnum var hún kom- in út á þá hálu braut, sem konur ofdrykkjumanna lenda oft á. Sam- líf okkar breyttist með þeim hætti, að í stað þess að njóta þess, fór hún að taka því með þolinmæði, og síð- ar gerði hún uppreisn gegn því. Hún reyndi að skilja mig og hjálpa mér, og einu laun hennar voru bar- smíðar. Skilnaðurinn var í sjálfu sér aðeins formsatriði. Hjónabandi okkar var lokið fyrir löngu. Ég var aðeins stórt barn. Enda þótt ég sæi að hverju stefndi gat ég ekkert gert við því. Ég gaf loforð, hvað eftir annað, og sveik þau. Einu sinni fór ég af sjúkrahúsinu eftir vikulegu og meðferð, sem átti að lækna mig eftir að mér hafði verið bjargað frá drykkjuæði. Innan tveggia sólar- hringa var ég orðinn drukkinn á nýjan leik. Það fór á sömu leið, ég var fluttur á sjúkrahúsið í ennþá ömurlegra ástandi en áður. Þú gætir e.t.v. ráðið af því, sem ég er að skrifa þér, að nú ætlaði ég að leggja að þér að forðast áfengi algerlega. En ég ætla hins vegar að vera raunsær og gera ráð fyrir, að þú sért álíka forvitinn um áfengi og ég var á þínum aldri og þú gætir lent í þeim kringumstæð- um, að þig annaðhvort langi til að drekka, eða ætlazt sé til að þú drekkir. f fyrsta lagi skaltu drekka áfengi á réttum tímum. Það er ekki heppi- legur tími til drykkiu, þegar þú ert með krökkum í bíl en réttur tími gæti til dæmis verið í veizlu, þar sem eitthvað er af skynsömu full- orðnu fólki. Bezti tíminn gefst samt heima hjá þér, ef þú getur fengið móður þína til að leyfa þér að vera með, þegar hún býður til sín nokkrum vinum. Ef þú líkist flestum öðrum, mun þér finnast fyrsti drykkurinn skemmtileg reynsla. Þér getur lík- að bragðið illa en áhrifin vel eða öfugt. En það skiptir engu, hversu þroskaðan og ábyrgðarfullan þú álítur þig vera, er þú lyftir glasinu. Þú verður að muna að þú stendur raunverulega með eiturlyf í hönd- unum. Áfengi virkar deyfandi og eitt hið fyrsta, sem deyfir, eru þær mið- stöðvar heilans, sem varðveita sjálfsgagnrýni þína, dómgreind og aðhald. Einnig skaltu muna, að þrátt fyrir viskí og bjórauglýsing- arnar, sem þú sérð í kvikmyndum, er alls ekki nauðsynlegt að drekka, til þess að komast áfram í lífinu. Þegar félagar þínir drekka næst, og þig langar ekki til þess, skaltu ekki hika við að neita drykk eða fara heim. Það er fáránlegt að verða drukkinn en tvöfalt fáránlegra að drekka of mikið, aðeins vegna þess að hinir gera það. Að lokum er það, sem e.t.v. er mikilvægast, að þú gætir haft skap-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.