Úrval - 01.12.1966, Side 25
ÞANNIG BYRJAÐI ÞAÐ
23
ómissandi þessi áfengishækja var
að verða mér.
Móðir þín vissi ekki um þessa
hlið á mér fyrr, en við vorum gift.
Tilhugalíf okkar var raunar enda-
laus ráp á bari og í veizlur. Hún
var ólík Judy um það, því hún
bragðaði vín, og ég hélt að henni
þætti það gott. Hún gerði í fyrstu
tilraun til að fylgja mér eftir. Að
stuttum tíma liðnum var hún kom-
in út á þá hálu braut, sem konur
ofdrykkjumanna lenda oft á. Sam-
líf okkar breyttist með þeim hætti,
að í stað þess að njóta þess, fór hún
að taka því með þolinmæði, og síð-
ar gerði hún uppreisn gegn því.
Hún reyndi að skilja mig og hjálpa
mér, og einu laun hennar voru bar-
smíðar. Skilnaðurinn var í sjálfu
sér aðeins formsatriði. Hjónabandi
okkar var lokið fyrir löngu. Ég
var aðeins stórt barn.
Enda þótt ég sæi að hverju
stefndi gat ég ekkert gert við því.
Ég gaf loforð, hvað eftir annað,
og sveik þau. Einu sinni fór ég af
sjúkrahúsinu eftir vikulegu og
meðferð, sem átti að lækna mig
eftir að mér hafði verið bjargað frá
drykkjuæði. Innan tveggia sólar-
hringa var ég orðinn drukkinn á
nýjan leik. Það fór á sömu leið, ég
var fluttur á sjúkrahúsið í ennþá
ömurlegra ástandi en áður.
Þú gætir e.t.v. ráðið af því, sem
ég er að skrifa þér, að nú ætlaði
ég að leggja að þér að forðast
áfengi algerlega. En ég ætla hins
vegar að vera raunsær og gera ráð
fyrir, að þú sért álíka forvitinn um
áfengi og ég var á þínum aldri og
þú gætir lent í þeim kringumstæð-
um, að þig annaðhvort langi til að
drekka, eða ætlazt sé til að þú
drekkir.
f fyrsta lagi skaltu drekka áfengi
á réttum tímum. Það er ekki heppi-
legur tími til drykkiu, þegar þú ert
með krökkum í bíl en réttur tími
gæti til dæmis verið í veizlu, þar
sem eitthvað er af skynsömu full-
orðnu fólki. Bezti tíminn gefst samt
heima hjá þér, ef þú getur fengið
móður þína til að leyfa þér að vera
með, þegar hún býður til sín
nokkrum vinum.
Ef þú líkist flestum öðrum, mun
þér finnast fyrsti drykkurinn
skemmtileg reynsla. Þér getur lík-
að bragðið illa en áhrifin vel eða
öfugt. En það skiptir engu, hversu
þroskaðan og ábyrgðarfullan þú
álítur þig vera, er þú lyftir glasinu.
Þú verður að muna að þú stendur
raunverulega með eiturlyf í hönd-
unum.
Áfengi virkar deyfandi og eitt
hið fyrsta, sem deyfir, eru þær mið-
stöðvar heilans, sem varðveita
sjálfsgagnrýni þína, dómgreind og
aðhald. Einnig skaltu muna, að
þrátt fyrir viskí og bjórauglýsing-
arnar, sem þú sérð í kvikmyndum,
er alls ekki nauðsynlegt að drekka,
til þess að komast áfram í lífinu.
Þegar félagar þínir drekka næst,
og þig langar ekki til þess, skaltu
ekki hika við að neita drykk eða
fara heim. Það er fáránlegt að verða
drukkinn en tvöfalt fáránlegra að
drekka of mikið, aðeins vegna þess
að hinir gera það.
Að lokum er það, sem e.t.v. er
mikilvægast, að þú gætir haft skap-