Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
gerð drykkjumannsins, hún lætur
e.t.v. ekki kræla á sér sem stend-
ur, en bíður eftir hentugu tækifæri
að brjótast fram. Ef þú skyldir
vakna upp við það, að þú ert vín-
hneigðari en flestir aðrir, er kom-
ið að hættumarkinu.
Ef þú drekkur nokkuð að ráði á
næstu árum, vildi ég ráðleggja þér
að prófa sjálfan þig af og til.
Reyndu þá að vera án áfengis í
nokkurn tíma, og taktu eftir hvað
gerist. Þannig getur þú fengið ein-
hverja hugmynd um, hve mikla
þýðingu áfengi hefur fyrir þig. Þér
mun e.t.v. aðeins finnast það óþægi-
legt stundarkorn, þegar vinir þín-
ir fá sér drykk. En ef þú verður
þess var, að bindindið hefur ein-
hver alvarleg áhrif á líðan þína
daglega, er það greinileg ábending
um að áfengi hefur á þér of sterk
tök, eins og það hafði á mér. Þá er
eina leiðin sú, að forðast áfengi al-
gerlega.
Þú munt mæta vandamálum í
lífinu. Þú munt verða fyrir
óánægju, efa og ótta. Reyndu samt
aldrei að flýja þessa erfiðleika með
aðstoð falskra vina, eins og áfeng-
is, eða annarra eiturlyfja. Það er
ekki hægt að byggja líf manns upp
á slíkum flótta frá raunveruleikan-
um. Ég ætla ekki að óska þess, að
þú finnir alltaf þá hamingju, sem
þú leitar, heldur þess, að þú mætir
með hugrekki öllum þeim marg-
víslega vanda, sem líf þitt, eins og
annarra manna, hlýtur að hafa í
för með sér og takir með þakklæti
þeim kærleik og þeirri hamingju,
sem alltaf er á næstu grösum.
1 húsi Marks Twains í Hartford í Connecticutfylki er til sýnis líkan
af þrimastraðri skútu. Likan þetta, sem var smíðað í fangelsi af John
Hart, náðist, þegar hann var að reyna að brjótast inn í hús höfundar.
Hart vildi síðar gera yfirbót og gaf Twain líkanið. Tvain varð þá
svo snortinn við, að hann bað Hart um að skrifa nafn sitt í gestabók-
ina sem „óvæntur gestur".
George Morrill
Það voru mikil flóð í ánni Severn fyrir nokkrum árum. Áin flæddi
m.a. inn í hluta af kvikmyndahúsi einu í Shrewsbury, en samt var
haldið áfram að sýna. Fyrir utan dyrnar var sett upp skilti og á því
stóð: „Ósyndir fá ekki að kaupa tveggja shillinga miðana."
UPI
Hversu tímarnir breytast! Þegar lækninum finnst einhver sjúklingur
vera illa íarinn nú á dögum, mælir hann svo fyrir, að hann minnki
við sig golfleikinn og eyði meiri tíma á skrifstofunni.