Úrval - 01.12.1966, Side 26

Úrval - 01.12.1966, Side 26
24 ÚRVAL gerð drykkjumannsins, hún lætur e.t.v. ekki kræla á sér sem stend- ur, en bíður eftir hentugu tækifæri að brjótast fram. Ef þú skyldir vakna upp við það, að þú ert vín- hneigðari en flestir aðrir, er kom- ið að hættumarkinu. Ef þú drekkur nokkuð að ráði á næstu árum, vildi ég ráðleggja þér að prófa sjálfan þig af og til. Reyndu þá að vera án áfengis í nokkurn tíma, og taktu eftir hvað gerist. Þannig getur þú fengið ein- hverja hugmynd um, hve mikla þýðingu áfengi hefur fyrir þig. Þér mun e.t.v. aðeins finnast það óþægi- legt stundarkorn, þegar vinir þín- ir fá sér drykk. En ef þú verður þess var, að bindindið hefur ein- hver alvarleg áhrif á líðan þína daglega, er það greinileg ábending um að áfengi hefur á þér of sterk tök, eins og það hafði á mér. Þá er eina leiðin sú, að forðast áfengi al- gerlega. Þú munt mæta vandamálum í lífinu. Þú munt verða fyrir óánægju, efa og ótta. Reyndu samt aldrei að flýja þessa erfiðleika með aðstoð falskra vina, eins og áfeng- is, eða annarra eiturlyfja. Það er ekki hægt að byggja líf manns upp á slíkum flótta frá raunveruleikan- um. Ég ætla ekki að óska þess, að þú finnir alltaf þá hamingju, sem þú leitar, heldur þess, að þú mætir með hugrekki öllum þeim marg- víslega vanda, sem líf þitt, eins og annarra manna, hlýtur að hafa í för með sér og takir með þakklæti þeim kærleik og þeirri hamingju, sem alltaf er á næstu grösum. 1 húsi Marks Twains í Hartford í Connecticutfylki er til sýnis líkan af þrimastraðri skútu. Likan þetta, sem var smíðað í fangelsi af John Hart, náðist, þegar hann var að reyna að brjótast inn í hús höfundar. Hart vildi síðar gera yfirbót og gaf Twain líkanið. Tvain varð þá svo snortinn við, að hann bað Hart um að skrifa nafn sitt í gestabók- ina sem „óvæntur gestur". George Morrill Það voru mikil flóð í ánni Severn fyrir nokkrum árum. Áin flæddi m.a. inn í hluta af kvikmyndahúsi einu í Shrewsbury, en samt var haldið áfram að sýna. Fyrir utan dyrnar var sett upp skilti og á því stóð: „Ósyndir fá ekki að kaupa tveggja shillinga miðana." UPI Hversu tímarnir breytast! Þegar lækninum finnst einhver sjúklingur vera illa íarinn nú á dögum, mælir hann svo fyrir, að hann minnki við sig golfleikinn og eyði meiri tíma á skrifstofunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.