Úrval - 01.12.1966, Page 30
28
ÚRVAL
vita hið rétta, en það eru skandi-
naviskar konur, — að franskir
karlmenn séu kvennýtir umfram
aðra menn. Það virðist eins og fyr-
ir þessari trú sé fundin vísinda-
legur grundvöllur.
Og byggist Fransmannanáttúra á
snigla áti. En þeir éta snigla öðr-
um mönnum fremur. Sykurinn
sem við neytum í fæðunni breytist
á flókinn hátt í nýrunum í sterkju,
og sykurinn er því mikill liður í
sæðisframleiðslunni. Bezt væri auð-
vitað, ef við gætum étið sterkjuna
og losnað þannig við hinar flóknu
efnabreytingar sykursins í strekju,
en það er ekki nema um eina fæðu-
tegund að ræða, sem í er hrein
sterkja og það eru sniglar og
Frakkar eru eina þjóðin, sem virð-
ist hafa lyst á þessari fæðutegund.
Ef þú skyldir hafa andúð á
sniglaáti, og reyndar er mjög erfitt
að afla þeirra, þá ættirðu samt að
gæta þess vel, að þú fáir nóg af
fæðu sem breytist í sterkju og er þá
helzt um að ræða heilhveiti, brauð
og lifur og síðan auðvitað B-víta-
míntöflur. Bygg er ágætis sterkju-
fæða einnig allar tegundir kjarna
og síðan ávextir ýmiskonar og
grænmeti.
Eitt er það af B-vítamínunum,
sem þú færð þó ekki í neinni af
ofangreindum fæðutegundum,
nema lifur og það er B-12 vítamín
og er þetta kannski ein af ástæð-
unum fyrir því, að vísindamenn
þykjast hafa merkt að grænmet-
isætur séu ekki eins ákafar til ásta
eins og kjötætur. Þetta vítamín er
mjög mikilsverður liður í kynheil-
brigði beggja kynja. Ef þú étur hóf-
legan skammt af kjöti daglega, þá
þarftu ekki að óttast skort í þessu
efni. Grænmetisætur ættu að bæta
sér það á einhvern hátt, að þetta
efni vantar í fæðu þeirra, svo að
það orð leggist af, að þeir séu
öðrum mönnum kyndaufari.
Þó að undarlegt megi virðast,
er bjór sú fæða, af þeim sem al-
gengar mega teljast, sem líklegust
er til að örva kvenlega eiginleika
konunnar. Þetta byggist á því að
humallinn, sem nauðsynlegur er í
öllu bruggi vegna hins bitra bragðs,
er ein sú fæðutegund, sem inni-
heldur mikið af samskonar efni og
eggjastokkarnir framleiða og sem
eru verulegur þáttur í kvenlegum
eiginleikum konunnar.
Aðrar fæðutegundir, sem vitað er
að hafi þetta efni í ríkum mæli eru
blómlaukar tulipans, kjarni pálm-
ans og hveitispírur.
Olíu hveitispírunnar er mjög erfitt
að fá, nema þá hjá einhverri heil-
brigðisstofnun, en þessar spírur
virðast hafa svo mikið af ofan-
greindu efni, að ófróum konum eru
gefnar þær og oft með góðum ár-
angri. Það virðist ekki fylgja þeim
neinar aukaverkanir, ef eggjastokk-
arnir á annað borð eru heilbrigðir.
Þrátt fyrir það sem að ofan er
sagt, virðist engin fæðutegund
nægja á borð við það, að maðurinn
neyti fæðu, sem innihaldi öll nauð-
synleg efni og kemur þar til, að
líkamleg heilbrigði er sem fyrr seg-
ir nauðsynleg forsenda fyrir kyn-
heilbrigði.
f seinni heimsstyrjöldinni fór
fram rannsókn við Minnesota há-
skóla á því, hver áhrif vannæring