Úrval - 01.12.1966, Page 31
HINAR ÁTTA FÆÐUTEGUNDIR SEM . . .
29
hefði á kynþörf manna og voru
rannsakaðir 32 heilbrigðir piltar.
Hópnum var skipt í tvennt og var
annar hópurinn vel alinn en hinn
ekki nægjanlega.
Kom þá í ljós að 1570 hitaein-
ingafæða daglega nægði ekki til
að halda við eðlilegri kynþörf hinna
ungu manna, jafnvel þó nóg væri
af vítamínum í fæðunni. Sá hópur-
inn sem fékk ekki meiri hitaein-
ingar missti fljótlega alla löngun
til kynmaka og það varð ljóst við
rannsókn að kynhórmóna fram-
leiðsla þessa hópsins var miklu
minni en hinna, sem fengu nægjan-
lega margar hitaeiningar daglega.
Þetta breyttist strax aftur þegar
hitaeiningagjöfin var aukin. En þó
að ungum mönnum sé óhætt að éta
eins og þeir hafa lyst á, þar sem
þeir brenna upp fæðuna jafnharðan,
þá á það ekki það sama við um
konur og eldri menn.
Fyrir fullorðið fólk, er nefnilega
ekki minni hætta, að því er tekur
til kynhvatarinnar, að borða of
mikið en of lítið. Við frjósemirann-
sóknarstofununina við Lebanon
sjúkrahúsið í Los Angeles, eins og
reyndar fleiri slíkar stofnanir þar
sem þetta atriði hefur verið rann-
sakað, hefur það komið í ljós að
offita og ofát er tíðum aðalorsök
ófrjósemi.
Þrátt fyrir allar þær skáldsögur
sem skrifaðar hafa verið um það
að ástir takist með fólki yfir veizlu-
borði og kampavíni, þá er það stað-
reynd að bæði þungur matur og
vín trufla kynstarfið og draga úr
því. De Emants Jim Brady hópaði
í kringum sig konum og hélt þær
vel í mat og drykk, en það eru eng-
ar sannanir fyrir að hann hafi gert
nokkuð meira en það, en aftur á
móti fór Casanova öfugt að, enda
var hann magur og hófsamur að
öðru en því er tók til kvenna að
sjálfsögðu.
Það er auðvitað að maturinn
einn saman getur ekki tryggt nein-
um fullnægjandi kynhvöt, en menn
eru sífellt að komast meir og meir
á þá skoðun, að næringin sé mikils-
vert atriði í þessu efni og margt í
hinni gömlu alþöðutrú hafi við
full rök að styðjast og máske getur
aukin þekking á þessu sviði hjálpað
þeim fjölmörgu, sem eiga við bágt
að stríða að þessu leyti og veitt
þeim fjölbreyttara og fyllra ástalíf.
Þeim Kathleen og James Waddell hefur fæðzt sonur á Vestursjúkra-
húsinu, og hefur hann verið skírður James Joseph. Systkin hans heita
Penny og Patsy. Sérstakar þakkir til Diamond Leigubílastöðvarinnar."
Fæð,inrartilkynning í kanadisku dagblaði.
,,Ti) söiu: Kvengolfkylfur í algerum sérflokki. Þær hafa gengið í
golfkennslutíma."
Úr Telegraph í Sidney, Nebraska.