Úrval - 01.12.1966, Page 34

Úrval - 01.12.1966, Page 34
32 ÚRVAL skónum mínum, að það væri alls ekki rétt af manni, sem setið hefði um kyrrt í sautján ár, að taka allt í einu svona hroðalegan sprett. Það hlyti að enda með skelfingu. Slíkur maður yrði að gæta sín og smá- þjálfa sig til mikilla átaka. Þegar ég hafði komizt að þessari spaklegu niðurstöðu paufaðist ég á fætur og staulaðist heim. Ég hafði samt ekki misst kjark- inn, ekki aldeilis. Ég lagði af stað aftur á mánudagsmorguninn, og síðan hljóp ég á hverjum morgni en hvíldi mig um helgar. Lítið stytt- ist leiðin til Falmouth sjoppunnar og hafði ég ekki náð þangað þegar liðnar voru þrjár strangar vikur. Ég ákvað þá, að nú myndi kominn tími til, að leggja til atlögu við þennan hálfan annan kílómeter, sem reyndar breyttist ævinlega í 1500 metra, þegar ég hafði hlaupið nokk- urn spöl. Ég hafði valið mér nokkra áfangastaði, þegar ég legði til úrslitaorustunnar, og ég var viss um, að með hjálp þessara ágætu hvíldarstaða myndi ég koma sigri hrósandi til Falmouth sjoppunnar, þar sem mér yrði að sjálfsögðu fagnað, sem sigurvegara. Ég ákvað að gera tilraunina á laugardegi og gleymdi þá, að börn- in í grendinni yrðu þá ekki í skól- anum. Ekki hafði ég hlaupið með- fram allri húsasamstæðunni, þegar mér varð það óhugnanlega ljóst hverju ég hafði gleymt. Þau stóðu á grasflötunum fyrir framan húsin og horfðu á mig með opinn munn. Ég veifaði glaðlega til þeirra, til merkis um, að mér þætti mikið til aðdáunar þeirra koma og hélt á- fram hlaupinu og mér fannst ég furðuskriðdrjúgur, en sennilega hef ég ekki metið hraðann rétt, því að ekki hafði ég fyrr beygt inn í Peekskill götu, en hópur stráka dró mig uppi á hlaupunum og hægði þá ferðina og hljóp samsíða mér. — Hæ, manni, sagði einn snáð- inn, ég á sex ára bróður og hann getur hlaupið miklu hraðar en þetta. — Ó, jæja, urraði ég, þegar hann er eins gamall... .• hér brást ör- endið og ég lauk ekki við setning- una og ákvað að eiga engar sam- ræður við þessa fugla, hvað sem þeir kynnu að segja um hlaupa- hraða minn. Við þokuðumst áfram, og vorum að nálgast fyrsta áfanga- staðinn á leiðinni, en það var gras- rindi undir skuggsælu tré, en nú rann það upp fyrir mér, að ég gæti ekki sóma míns vegna, sem þjálfað- ur hlaupari, lagzt til hvíldar meðan þessi átta ára snáði hlypi við hlið mér. Ég beit á jaxlinn og renndi framhjá græna grasgeiranum og skugganum undir trénu, en nú var rétt einu sinni búið að kveikja bál í lungunum mínum og fæturnir farnir að draga steinana. Ég eygði nú trjábolinn framundan, en þar hafði ég oft tyllt mér niður, yfir- kominn af mæði og hengt hausinn niður á milli fótanna meðan ég var að jafna mig. Svitinn rann af enni mér og niður í augun en áfram hélt ég af einskærum viljakrafti; trjá- bolnum skildi ég ná lifandi eða dauður. Falmouthsjoppan var horf- in rétt einu sinni úr huga mér enda voru þangað 1500 metrar. Þegar ég var alveg að ná takmarkinu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.