Úrval - 01.12.1966, Page 37
Eftir Ann Smith
Einstœðingar eru margir í
heimi liér.
Aðeins vinsamlegt viðmót
getur hjálpað mörgum.
kmjynnr Ég er einstæðingur. Ég
Sr-|pJí>J bý ein, nema hvað ég á
m®r hund. Það kemur
fyrir að skyldmenni
mín komi til mín á
laugardögum eða sunnudögum, og
það getur líka komið fyrir að
kunningi standi við nokkra daga.
Það getur líka komið fyrir að ein-
hver nágranninn líti inn, og stund-
um kemur það fyrir að börn úr ná-
grenninu komi til þess að leika sér
að brúðuhúsi, sem ég á og geymi
handa þeim. En flestir dagar líða
þannig að ég tala ekki við nokkurn
mann, nema ég fari til vinnu minn-
ar eða í búðina að kaupa. Einu
raddirnar sem ég heyri koma frá
útvarpi eða sjónvarpi. Nágrannar
mínir sem eiga næstu dyr, bjóða
ekki svo mikið sem góðan daginn.
Fólkið í íbúðinni hinumegin talar
við mig þegar við hittumst á göt-
unni eða í strætisvagni, en það býð-
ur mér aldrei inn. Það sem þýr
beint á móti mér segir „fólk er
ekki vingjarnlegt hér í bænum",
en þegar ég hef boðið því að koma
inn að fá sér tesopa, hefur það allt-
af borið einhverju við.
Mér þykir þetta ekki skemmti-
legt, því að mig langar til að um-
gangast fólk og dýr. Mér finnst
gaman að heyra það sem aðrir hafa
að segja um ferðir sínar og það
sem á dagana hefur drifið. Ég kann
að skrifa sögur og leikrit. Ég get
búið til leikbrúður og leiksvið og
ég kann marga samkvæmisleiki.
Ég hef tekið margar myndir á
ferðalögum. En ég er aldrei beðin
um að sýna þær.
Hversvegna ætti ég að vera að
bera mig upp undan þessu? Sumum
líður verr en mér. En nú er verið
að skrifa um það í blöðum og bók-
Family Doctor
35