Úrval - 01.12.1966, Síða 38

Úrval - 01.12.1966, Síða 38
36 ÚRVAL um að einstæðingsskapurinn sé mikið vandamál, og hjálpa verði þeim sem þannig eru settir ef ekki á illa að fara. En eins og nú stefnir er þetta vandamál að verða sífellt verra viðureignar, og einstæðing- unum fjölgar. Áður fyrr var hver fjölskylda, hópur út af fyrir sig og bjó öll í sama húsi. Gamalmenni, lamaðir eða fatlaðir, ógiftar frænkur, fóst- urbörn voru allir sem einn á á- byrgð fjölskyldunnar. Margir þeir sem ekki áttu sér fjölskyldu, höfðu þjón til að sinna þörfum sínum. Það var fágætt að menn byggju algerlega einir sér. En nú er öðru máli að gegna. Fjölskyldan er að verða lítil og afmörkuð. Húsrúmið eða íbúðarrúmið er ekki nema rétt mátulegt, og menn hafa hvorki tíma né rúm fyrir gestrisni. Og jafnvel þótt því væri ekki til að dreifa, þá er það of dýrt. Þeir sem geta ekki búið sjálfum sér heimili verða að fara á hæli eða í fátæk- lega eins manns klefa. Líti menn í kringum sig, þá munu þeir sjá einstæðinga á hverju strái. Þeir sitja á veitingahúsum, í drykkjustofum í bókasöfnum, í skemmtigörðum. Þeir sitja þarna miklu lengur en þarf til að neyta matar, lesa það sem þá lystir eða hvíla sig. Einhverntíma komu krakkar og spurðu mig: „Hvers- vegna ertu svona einmana11 af því að ég var að lesa, þegar aðrir voru að dansa. Hverju gat ég svarað? Ég hef verið einstæðingur alla mína ævi. Foreldrar og systkyni voru góð við mig, en vegna þess að ég var miklu yngri en hin, átta árum yngri en sá bróðir minn sem var næstur mér að aldri, varð ég stundum að leika mér við sjálfa mig, og finna upp leiki handa mér. Þegar ég var sjö ára fór ég í skóla. Mér leizt vel á hin börnin, en ég átti ekki gott með að kynnast, og tilraunir mínar til þess enduðu venjulega með gráti og ósköpum. Ég varð að fara að leika mér við sjálfa mig að nýju, og seinna sagði einn kennarinn við mig: „Það var eins og þú værir í heimi út af fyrir þig.“ Smám saman fór þetta að lagast. Ég eignaðist vinkonu og síðar aðra, og þegar ég var beðin að vera með nokkrum öðrum í leik, varð ég fegnari en frá megi segja. Allt fór að ganga betur og kennarnir hættu að skamma mig, og ég fékk að leika hlutverk í skólaleikritinu. Ég vildi að foreldrar mínir hefðu látið sér skiljast hvað vel fór um mig þarna. En þau vildu flytja mig á milli skóla, og kváðu upp þann úr- skurð að þeim líkaði ekki þetta eða hitt, svo að ég varð að skipta um skóla og finna mér nýja kunningja. Þegar skólavistinni var lokið, var það ákvörðun foreldra minna að ég skyldi vera heima og hjálpa til á heimilinu. Ég fékk ekkert tækifæri til að sýna til hvers ég dygði, ekkert starf, enga æfingu eða menntun sem að notum gæti komið. Foreldr- ar mínir voru stolt fólk. Þau voru svo vandlát, að það voru fáir sem uppfylltu skilyrði þeirra um hvern- ig fólk ætti að vera. Það kom sjald- an fyrir að nokkur kæmi í heim- sókn, og peningaráðin voru of lítil
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.