Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
um að einstæðingsskapurinn sé
mikið vandamál, og hjálpa verði
þeim sem þannig eru settir ef ekki
á illa að fara. En eins og nú stefnir
er þetta vandamál að verða sífellt
verra viðureignar, og einstæðing-
unum fjölgar.
Áður fyrr var hver fjölskylda,
hópur út af fyrir sig og bjó öll í
sama húsi. Gamalmenni, lamaðir
eða fatlaðir, ógiftar frænkur, fóst-
urbörn voru allir sem einn á á-
byrgð fjölskyldunnar. Margir þeir
sem ekki áttu sér fjölskyldu, höfðu
þjón til að sinna þörfum sínum.
Það var fágætt að menn byggju
algerlega einir sér. En nú er öðru
máli að gegna. Fjölskyldan er að
verða lítil og afmörkuð. Húsrúmið
eða íbúðarrúmið er ekki nema rétt
mátulegt, og menn hafa hvorki
tíma né rúm fyrir gestrisni. Og
jafnvel þótt því væri ekki til að
dreifa, þá er það of dýrt. Þeir sem
geta ekki búið sjálfum sér heimili
verða að fara á hæli eða í fátæk-
lega eins manns klefa.
Líti menn í kringum sig, þá
munu þeir sjá einstæðinga á hverju
strái. Þeir sitja á veitingahúsum, í
drykkjustofum í bókasöfnum, í
skemmtigörðum. Þeir sitja þarna
miklu lengur en þarf til að neyta
matar, lesa það sem þá lystir eða
hvíla sig. Einhverntíma komu
krakkar og spurðu mig: „Hvers-
vegna ertu svona einmana11 af því
að ég var að lesa, þegar aðrir voru
að dansa. Hverju gat ég svarað? Ég
hef verið einstæðingur alla mína
ævi.
Foreldrar og systkyni voru góð
við mig, en vegna þess að ég var
miklu yngri en hin, átta árum yngri
en sá bróðir minn sem var næstur
mér að aldri, varð ég stundum að
leika mér við sjálfa mig, og finna
upp leiki handa mér. Þegar ég var
sjö ára fór ég í skóla. Mér leizt vel
á hin börnin, en ég átti ekki gott
með að kynnast, og tilraunir mínar
til þess enduðu venjulega með gráti
og ósköpum. Ég varð að fara að
leika mér við sjálfa mig að nýju, og
seinna sagði einn kennarinn við
mig: „Það var eins og þú værir í
heimi út af fyrir þig.“
Smám saman fór þetta að lagast.
Ég eignaðist vinkonu og síðar aðra,
og þegar ég var beðin að vera með
nokkrum öðrum í leik, varð ég
fegnari en frá megi segja. Allt fór
að ganga betur og kennarnir hættu
að skamma mig, og ég fékk að
leika hlutverk í skólaleikritinu. Ég
vildi að foreldrar mínir hefðu látið
sér skiljast hvað vel fór um mig
þarna. En þau vildu flytja mig á
milli skóla, og kváðu upp þann úr-
skurð að þeim líkaði ekki þetta eða
hitt, svo að ég varð að skipta um
skóla og finna mér nýja kunningja.
Þegar skólavistinni var lokið, var
það ákvörðun foreldra minna að ég
skyldi vera heima og hjálpa til á
heimilinu. Ég fékk ekkert tækifæri
til að sýna til hvers ég dygði, ekkert
starf, enga æfingu eða menntun
sem að notum gæti komið. Foreldr-
ar mínir voru stolt fólk. Þau voru
svo vandlát, að það voru fáir sem
uppfylltu skilyrði þeirra um hvern-
ig fólk ætti að vera. Það kom sjald-
an fyrir að nokkur kæmi í heim-
sókn, og peningaráðin voru of lítil