Úrval - 01.12.1966, Side 40
38
ÚRVAL
mikið hefur að gera. En um ein-
stæðingana er allt öðru máli að
gegna. Þeir hafa ekkert við að vera,
og eru litlu nær þó þeir tali saman
eða biðjist fyrir. En þetta fólk gæti
vel komið til að létta undir með
fjölskyldufólki sem of annríkt á,
eða til að starfa í safnaðarfélögum,
eða í samkomuhúsum eða náms-
flokkum.
Einna erfiðast eiga þeir sem lifa
á ellistyrk eða eru örkumla menn,
og fólk ætti að skiptast á um að
koma til þeirra, svo að það lenti ekki
á einum einstökum. Það ætti ekki
að geta átt sér stað, sem gerzt hefur,
að gömul kona liggi þrjá sólar-
hringa meðvitundarlaus á gólfi
sínu, án þess að nágrannarnir taki
eftir því að mjólkin hennar stendur
ósnert við dyrnar. Einstæðings-
fólki ætti líka að gera auðveldara
fyrir um leyfi til að hafa hunda eða
ketti. Auk þess sem þau eru fólk-
inu nokkurskonar félagar og vinir,
auðvelda þau samskiptin við annað
fólk. Þann sem gengur einn, líta
aðrir hornauga og forðast hann. En
hafi sá hinn sami hund með sér, er
honum miklu heldur heilsað og til-
efni gefst til samræðna, jafnvel við
ófyrirleitna unglinga eða einhverja
sem sízt varði.
Þetta eru smámunir, sem gera
mætti fyrir okkur hina þýðingar-
litlu smælingja, sem leiðist ef til
vill ekki hvað sízt að öllum skuli
vera sama um þá. Menn eru svo
önnum kafnir, og hin mikilvægu
mál eiga hug þeirra allan. En þessi
miklu mál snerta okkur einnig, og
við munum axla byrðar okkar og
gera það sem okkur bæri, ef aðrir
yrðu til þess að rjúfa skarð í veggi
einangrunarinnar sem umlykja
okkur, til þess að hleypa okkur út
og gera okkur að virkum og starf-
andi borgurum.
Anna Smith.
Fundiö ....
Dýrir kvenskór, undir framsæti sýningarbifreiðar minnar. Eigandi
getur fengið skóna meö því aö greiða þessa auglýsingu. Ef eigandi get-
ur útskýrt. fyrir eikinkonu minni, hvernig skórnir lentu þarna, skal ég
borga auglýsinguna og kaupa aðra 'skó handa eiganda.“
Úr Messenger í Marissa, Illinois.
Sveitaprestur einn festi svohljóöandi tilkynningu á kirkjudyrnar:
„Bróðir Smith lagði af stað til Himnaríkis klukkan 4 30 f.h. •— Næsta
dag sá hann, að eftirfarandi orðum hafði verið bætt við tilkynninguna:
„Himnaríki klukkan 9 f. h. Bróðir Smith ekki kominn enn. Miklar á-
hyggjur.“
Illustrated Weekly of India.
I