Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 43

Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 43
SÍÐUSTU MAORIARNIR 41 Bretanna, svo að þeir gætu haldið áfram að berjast. Tapu þýðir Taboo (Bann). Hátíðarhöldunum var lokið um sólarlagsbil. Ég fór með Rangi og fleiri Maorium til fundarhúss þeirra í Witangi, og þar sátum við lengi og mösuðum og hlógum. Ná- lægt húsinu stóð einkennilegt tré, allt undið og skakkt. Og umhverfis það var lág vírgirðing. Tréð tók á sig hinar undarlegustu myndir í rökkrinu, sem var að síga yfir. Ég spurði um ástæðuna fyrir girðing- unni umhverfis tréð. Og mér til mikillar undrunar, þögnuðu allir skyndilega og urðu þungbúnir á svip. Ég sneri mér að Maorianum, sem næstur mér sat, og spurði aft- ur um ástæðuna. „Við vitum það ekki“ svaraði hann, og það gætti óstyrks í rödd hans. Þögnin hélzt og varð stöðugt meira þvingandi. Að lokum sagði einn Maorianna lágt: „Við vitum vel um ástæðuna. En þetta er bara eitt af þeim málum, sem við tölum ekki um, jafnvel ekki innbyrðis okkar í milli.“ Og rétt á eftir tóku þeir að tínast burt. „Þú hefur nú rekizt á furðulegt skapgerðarsérkenni Maorianna", sagði Rangi. „Það skiptir engu máli, hversu menntaður og reynd- ur Maori verður. Hann heldur samt áfram að vera hjátrúarfyllsta mannveran í öllum heiminum. Þessir menn vildu ekki tala um þetta, því að tréð er tapu. Það er Maoriorð og þýðir taboo (bann).“ Hann virti fyrir sér hinar ein- kennilegu greinar trésins, sem sveifluðust til í golunni. „Þetta er tré sorgarinnar það býr yfir illum fyrirboðum. Það er bústaður hins illa. Ég held, að fögur, ung Maori- kona hafi verið myrt undir tré þessu. Einstaka sinnum kemur það fyrir, að einhver brýtur af því við- artág eða slítur af því lauf, og þá verður sá hinn sami fyrir slysi og verður örkumla maður eða deyr eða er sendur á geðveikrahæli. Það var mjög slæmt, sem kom fyrir, þegar Englandsdrotning kom hér í síðustu heimsókn sína. Fólk kom alls staðar að til þess að sjá hana. Á meðal þeirra var hópur Maoria, sem kom hingað akandi í langferðabíl. Þeir voru 17 saman í hóp. Einn af ungu Maoriunum i hópnum, sem hló að þessum gamal- dags hugmyndum um „tapu“ sleit viljandi tvö eða þrjú blöð af trénu. Og á heimieiðinni valt langferða- bíllinn og allir farþegarnir létu lífið, 17 að tölu.“ Nokkrir Maoriar er höfðu dansað sem stríðsmenn í skrautsýningunni, komu nú til okkar. Þeir voru klæddir skrautlegum búningi, svörtum og gylltum að lit. „Það má segja, að ,tapu“ sé sá grundvöllur, sem allt líf Maorianna byggist á“, sagði hraustlegur stríðsmaður, er venpulega starfaði sem gjaldkeri í banka í Wellington. „Það er góð að- ferð til þess að fá fólk til þess að virða friðunarákvæði. Sé orðið lítið um einhverja sérstaka dýrategund, þá lýsir „tohunga", vitri maðurinn, því bara yfir, að dýr þetta sé „tapu“, og þá getur enginn veitt það. Þetta er líka prýðileg heilsu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.