Úrval - 01.12.1966, Síða 44
42
ÚRVAL
gæzluaðferð. Ef óholt er að éta
einhverja vissa dýrategund á viss-
um tíma, lýsir „tohunga“ því bara
yfir, að hún sé nú „tabu.“
Landamœri trúarfélaganna.
Kaþólskur prestur kom nú til
okkar og fór að tala við okkur.
Þetta var fjörlegur, lágvaxinn
maður. Það var eins og einn af fiör-
legu álfunum í gömlu ævintýrun-
um væri kominn á meðal vor. Þetta
var Faðir Wanders, trúboðinn, sem
hafði komið hingað til Nýja Sjá-
lands frá Evrópu fyrir mörgum ár-
um og var nú samrunninn lífi Ma-
orianna líkt og dökku hæðirnar úti
við sjóndeildarhringinn.
„Þeir eru dásamlegir menn,
Maoriarnir", sagði hann, „mjög
greindir og mjög andlega sinnaðir.
En öðru hverju gerist ýmislegt
þeirra á meðal, sem vekur furðu
manns. Eitt sinn hafði ég gert fjöl-
skyldu gamallar Maorikonu greiða
og hún gaf mér „tiki“ úr græna-
steini, nokkurs konar hálsmen,
sem Maoriarnir halda mikið upp á.
Þetta var gamall ættargripur, eins
og margir „tiki“ eru, og hafði geng-
ið að erfðum kynslóð fram af kyn-
slóð. Áður en gamla konan gaf mér
gripinn, hélt hún langa ræðu um
hann, líkt og hann væri persóna.
Hún útskýrði, hver ég væri og hvað
ég hefði gert fyrir fjölskylduna, svo
að gripurinn skildi, hvers vegna
hún væri að gefa mér hann. Hún
lauk svo máli sínu með því að segja
að hún mundi stöðugt biðja þess,
að hann yrði hamingjusamur í
sínu nýja lífi.“
Við flugum áfram til hverasvæð-
isins í Rotorua, þar sem allt úir og
grúir af heitum uppsprettum og
gjósandi hverum. Þetta er nokkurs
konar kjarni Maoribyggðanna.
Maorikonur voru þar að þvo þvotta
sína í lindum, sem voru fullar af
sírennandi heitu vatni. í lítilli mót-
mælendakirkju þar nálægt tóku
klukkurnar að hringja.
Fylgdarmaður okkar, virðulegur
og glæsilega klæddur Maori, hlust-
aði á klukkurnar. Svo sagði hann:
„Við Maoriarnir erum líklega um-
burðarlyndustu menn á jarðríki,
hvað trúarbrögðin snertir. Hér eru
til fjölskyldur, þar sem eitt barnið
er mótmælandi, annað kaþólikki,
enn annað mormóni og svo loks er
annað Ringatu. Ringatu er sérstak-
ur Maoritrúarflokkur, sem grund-
vallar kenningar sínar að mestu
leyti á gamla Testamentinu.
Þegar trúboðar mótmælenda og
kaþólikka komu hingað um alda-
mótin, urðu Maoriarnir alveg ringl-
aðir. Þeir gátu ekki séð neinn mun
á þessum tveim trúarfélögum. Einn
forfeðra minna var þá ættarhöfð-
ingi, og hann fann mjög einfalda
lausn á þessu vandamáli. Hann dró
strik þvert yfir byggðina og sagði:
„Þið, sem eruð hérna megin striks-
ins, verðið mótmælendur, en þið
hinum megin verðið kaþólikkar."
Og þannig hefur þetta verið alla
tíð síðan.
Maorilöppin.
Fylgdarmaður okkar ók okkur
til þjóðgarðsins, sem líktist Gul-
steinaþjóðgarðinum hér í Banda-
ríkjunum,þar sem vall ogkraunaði í