Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 45

Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 45
SÍÐUSTU MAORIARNIR 43 risastórum leirhverum, sem gusað- ist upp úr öðru hverju með sogandi smellum. Við fórum inn í byggða- safn, sem þarna hefur verið reist í líkingu við hin fornu víggirtu þorp eyjarskeggja, en þau nefndust „pa“. Þorpin voru umkringd víg- girðingum, og utan þeirra tóku svo við síki. í þorpum þessum vörðust Maoriarnir innrásarmönnunum og héldu svo upp á sigur sinn með því að éta óvini sína af hinni beztu lyst. Gamall maður með sítt, hvítt hár var að skoða hinn skrautlega útskurð Maorianna mjög vandlega. „Hann er tohunga“, sagði Rangi. „Þessir vitringar Maorianna njóta að vísu ekki alveg eins mikillar virðingar og fyrrum, en þeir eru samt valdamiklir ennþá.“ Það brá fyrir kímnisglampa í dökkum augum Rangi, þegar hann sagði okkur frá unga Maorimann- inum, sem hafði dottið niður í brennandi hver og skaðbrennt báða fætur. Hvíti herlæknirinn lýsti því yfir, að honum bæri að sinna hin- um slasaða manni, þar sem hann væri hermaður. En tohunga hélt því fram, að’ hann sjálfur bæri á- byrgðina á lækningu og ummönnun mannsins, þar eð maðurinn væri Maori. Því annaðist tohunga annan fót mannsins, en herlæknirinn hinn. Fóturinn, sem tohunga annaðist, greri fyrst. Síðar varð hermaðurinn frægur knattspyrnumaður. Og hvenær sem hann bjó sig til að sparka á markið, hrópuðu Maori- arnir meðal áhorfenda „Maori- löppin missir aldrei marks!“ Hinir sjö eintrjáningar sögusagnarinnar. Ég hafði heyrt um hina miklu eintrjáninga, sem Maoriarnir áttu samkvæmt sögusögninni að hafa komið í til Nýja-Sjálands endur fyrir löngu, en land það kölluðu þeir „Land Langa Hvíta Skýsins." Það var um alls sjö eintrjáninga að ræða, en áhafnir þeirra urðu svo upphafsmenn sjö helztu ættflokka eyjarinnar. Maorarnir rekja ætt sína allt aftur til skipverja þessara eintrjáninga sögusagnarinnar. Þegar fullvaxnir Maorimenn hittast, er það eitt hið fyrsta sem þeir gera, að þeir taka til að rekja ætt sína allt aftur til skipverja þessara ein- trjáninga. Þeir verða að kunna ut- anbókar hvert einasta nafn for- feðra sinna allar kynslóðirnar allt fram til nútímans. Neyðist einhver Maori til þess að skrifa nöfnin nið- ur, svo að hann geti örugglega munað þau, hefur hann um leið orðið sér til ævarandi skammar. Við ókum til Makotu við Alls- nægtaflóa, þar sem einn af ein- trjáningum þessum á að hafa lent forðum daga. Það er ein af ráðgát- um Suður-Kyrrahafsins, hvaðan eintrjáningar þessir komu. Sam- kvæmt sögnum Maorianna komu þeir frá hinu fjarlæga Hawaiki- landi og þar á undan frá Indlandi. Fræðimenn halda því fram, að Hawaiki kunni að vera eyjan Tahiti eða einhver önnur eyja í Society- eða Cookeyjaklassanum. Thor Hey- erdal, skipstjóri flekans Kon- Tiki“, heldur því fram, að Maori- arnir hafi komið frá Suður-Ame- ríku líkt og aðrir Polynesar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.