Úrval - 01.12.1966, Page 47

Úrval - 01.12.1966, Page 47
SÍÐUSTU MAORIARNIR 45 áherzlu á ýmis atriði ræðunnar með glæsilegum handhreyfingum. Það var líkt og dansari væri að hreyfa sig. Ræða hans var skreytt glæsi- legum líkingum, tilvitnunum og málsháttum. Ég skildi ekki orð hans fyrr en sonur hans þýddi þau fyrir mig. En hið ljóðræna hljóm- fall orða hans þurfti engrar túlk- unar með. Að lokum tók ræða hans enda, og hann hlustaði á, þegar Rangi fór að rekja ætt sína. Þegar Rangi hafði lokið því, rakti gamli maðurinn sína ætt hátíðlegur í bragði og nefndi nöfn ættarhöfð- ingja og tohunga kynslóð eftir kyn- slóð allt aftur til hins upprunalega eintrjánings síns. Meðan á þessu stóð, hafði sonar- sonur hans komið inn í herbergið til þess að hlusta á gamla manninn. Þetta var gáfulegur Maoridrengur, líklega um 11 ára gamall, dæmi- gerður nútímadrengur. Hann bjó í borginni Auckland, en var þarna í heimsókn hjá afa sínum. Svo skrapp hann út úr herberginu og kom svo inn með nokkrar þétt- skrifaðar arkir. „Ég þekki líka for- feður mína,“ sagði hann stoltur. „Þeir eru allir skrifaðir hérna, afi.“ Svipur gamla mannsins sýndi ljóslega, að hann varð mjög hneykslaður á þessum orðum drengsins. „Ert þú einn af þeim, sem verða að setja nöfnin á blað?“ spurði hann. Drengurinn kinkaði kolli. Gamli maðurinn sat lengi þegjandi, en sagði svo hægum rómi: „Þetta eru hinir nýju siðir og hin nýja kyn- stóð. Þegar Maori getur ekki lengur mælt af munni fram nöfn forfeðra sinna án pappírsblaðs, þá er kominn tími til fyrir mig að yfirgefa þessa jörð.“ Hann hristi höfuðið dapur í bragði og bætti við: „Við erum síðustu Maoriarnir." >íA KVENFÖLKIÐ ER ALLTAF SAMT VIÐ SIG Hálsfesti, sem einhver kona hefur borið fyrir 40.000 árum, fannst nýlega i hinni fornu borg Samarkand í sovézka lýðveldinu Uzbekistan, þegar rússneskir fornleifafræðingar voru að grafa þar eftir fornmenjum. Það er sú fyrsta sönnun um menningarlíf á eldri steinöld, sem fundizt hefur í þessum hluta Mið-Asíu, að þeirra sögn. Hálsfestin er gerð úr slípuðum dýrabeinum, sem hafa verið telgd til, þangað til þau hafa tekið á sig lögun örvarhausa. Álitið er, að háls- festi þessi hafi kona einhver borið, sem bjó í Cro-magnon byggð, sem mun hafa verið á þessum slóðum fyrir um 40.000 árum, en nú er þar miðbik borgarinnar Samarkand. Það eru til miklu þýðingarmeiri hlutir hér í lífi en peningar. Vandinn er bara sá, að þeir kosta allir peninga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.