Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 47
SÍÐUSTU MAORIARNIR
45
áherzlu á ýmis atriði ræðunnar með
glæsilegum handhreyfingum. Það
var líkt og dansari væri að hreyfa
sig. Ræða hans var skreytt glæsi-
legum líkingum, tilvitnunum og
málsháttum. Ég skildi ekki orð
hans fyrr en sonur hans þýddi þau
fyrir mig. En hið ljóðræna hljóm-
fall orða hans þurfti engrar túlk-
unar með. Að lokum tók ræða hans
enda, og hann hlustaði á, þegar
Rangi fór að rekja ætt sína. Þegar
Rangi hafði lokið því, rakti gamli
maðurinn sína ætt hátíðlegur í
bragði og nefndi nöfn ættarhöfð-
ingja og tohunga kynslóð eftir kyn-
slóð allt aftur til hins upprunalega
eintrjánings síns.
Meðan á þessu stóð, hafði sonar-
sonur hans komið inn í herbergið
til þess að hlusta á gamla manninn.
Þetta var gáfulegur Maoridrengur,
líklega um 11 ára gamall, dæmi-
gerður nútímadrengur. Hann bjó
í borginni Auckland, en var þarna
í heimsókn hjá afa sínum. Svo
skrapp hann út úr herberginu og
kom svo inn með nokkrar þétt-
skrifaðar arkir. „Ég þekki líka for-
feður mína,“ sagði hann stoltur.
„Þeir eru allir skrifaðir hérna, afi.“
Svipur gamla mannsins sýndi
ljóslega, að hann varð mjög
hneykslaður á þessum orðum
drengsins. „Ert þú einn af þeim,
sem verða að setja nöfnin á blað?“
spurði hann.
Drengurinn kinkaði kolli. Gamli
maðurinn sat lengi þegjandi, en
sagði svo hægum rómi: „Þetta eru
hinir nýju siðir og hin nýja kyn-
stóð. Þegar Maori getur ekki lengur
mælt af munni fram nöfn forfeðra
sinna án pappírsblaðs, þá er kominn
tími til fyrir mig að yfirgefa þessa
jörð.“
Hann hristi höfuðið dapur í
bragði og bætti við: „Við erum
síðustu Maoriarnir."
>íA
KVENFÖLKIÐ ER ALLTAF SAMT VIÐ SIG
Hálsfesti, sem einhver kona hefur borið fyrir 40.000 árum, fannst
nýlega i hinni fornu borg Samarkand í sovézka lýðveldinu Uzbekistan,
þegar rússneskir fornleifafræðingar voru að grafa þar eftir fornmenjum.
Það er sú fyrsta sönnun um menningarlíf á eldri steinöld, sem fundizt
hefur í þessum hluta Mið-Asíu, að þeirra sögn.
Hálsfestin er gerð úr slípuðum dýrabeinum, sem hafa verið telgd
til, þangað til þau hafa tekið á sig lögun örvarhausa. Álitið er, að háls-
festi þessi hafi kona einhver borið, sem bjó í Cro-magnon byggð, sem
mun hafa verið á þessum slóðum fyrir um 40.000 árum, en nú er þar
miðbik borgarinnar Samarkand.
Það eru til miklu þýðingarmeiri hlutir hér í lífi en peningar. Vandinn
er bara sá, að þeir kosta allir peninga.