Úrval - 01.12.1966, Page 53
DAXJÐAHAFIÐ ÖÐLAST NÝTT LÍF
51
sinn fjórum sinnum stærra en það
er nú og vatnsyfirborð þess miklu
hærra. (Langt uppi í hlíðum Móab-
fjalla má enn sjá slétta stalla, sem
voru hinar fornu strendur vatnsins
fyrir líklega um 100.000 árum.) í
nýju uppgufunartjörnunum í suð-
urenda vatnsins, sem munu smám
saman ná um áttunda hluta af nú-
verandi yfirborði vatnsins, mun
uppgufunin aukast stórkostlega eða
meira en tífaldast. Og þar að auki
taka bæði Jórdanía og Ísraelsríki
nú sífellt meira vatn úr sjálfri upp-
sprettu vatnsins, Jórdanánni, til á-
veitna, sem geysileg þörf er fyrir á
hinum þurru landssvæðum þar í
nágrenninu.
Lönd þessi veita nú samtals um
fimmta hluta af árlegu vatnsmagni
Jórdanárinnar í áveitukerfi sín, en
slíkt gæti haft það í för með sér,
að yfirborð Dauðahafsins lækkaði
um 10 þumlunga á ári. að virðist
líklegt, að það muni varla líða einn
áratugur, þangað til allur suður-
hluti vatnsins fyrir sunnan tung-
una hefur verið þurrkaður upp.
Norðurhluti vatnsins, sem er
miklu dýpri, gæti einnig þornað
upp á nokkrum öldum, þannig að
eftir yrði aðeins „frosið vatn“,
risavaxið flæmi þornaðra, hvítra,
kemiskra saltlaga, sem eru mörg
hundruð fet á dýpt.
Þetta gæti vel gerzt, nema á-
kveðið verði að halda lífi í Dauða-
hafinu með sérstöku átaki. Það hef-
ur einmitt komið fram slík uppá-
stunga. Það var jarðeðlisfræðing-
urinn Walter Lowdermilk, sem bar
fram þá tillögu árið 1944. Eftir því
sem meira yrði notað af vatni Jór-
danárinnar til lífsnauðsynlegra
þarfa, gerir hann ráð fyrir því, að í
stað þess yrði leiddur sjór úr Mið-
jarðarhafinu, sem er í aðeins 50
mílna fjarlægð. Grafinn yrði skurð-
ur og jarðgöng í gegnum fjöllin,
sem sjórinn yrði svo leiddur í gegn-
í ákveðnum skömmtum. Þessi stór-
kostlega áætlun, sem virðist þó enn
mundu verða allt of dýr í fram-
kvæmd, mundi jafnframt veita
fsraelsmönnum geysilega raforku,
vegna þess að sjórinn mundi falla,
1300 fet á leið sinni til Dauðahafs-
ins. Aætlunin mundi einnig bjarga
Dauðahafinu frá tortímingu.
Og skemmtiferðamennirnir, píla-
grímarnir og þeir aðrir, sem dá sögu
lands og þjóðar, vona allir, að svo
muni verða.
Síðasta kvöld mitt við Dauðahafið
sat ég niðri á strönd þess og horfði
á, þegar sólin var að hverfa að baki
Moabfjalla og breiddi rósgullinn
bjarma yfir landið, yfir hinar villtu
auðnir Júdeu, yfir hinn bláa vatns-
flöt. Og mér fannst sem það væri
algerlega óhugsandi, að Dauðahafið
hyrfi að fullu og öllu.
„Mac hefur hætt að reykja. Gjörið svo vel og bjóðið ekki vindlinga.
Mac.‘“
Auglýsing í Post i Houston, Texas.