Úrval - 01.12.1966, Síða 66

Úrval - 01.12.1966, Síða 66
64 ÚRVAL flykktust menn nú að Eiríki óð- fúsir í að nema með honum hið nýja land. Vestur-ísland var allt í uppnámi þessa vordaga 985. Bænd- ur seldu óðöl sín og ráku fé sitt til strandar við Breiðafjörð að fylgja Eiríki. Þegar hagstæður byr rann á í júní, héldu 35 skip úr höfn með þandar voðir og fullhlaðin skepn- um, búslóð, þúsund körlum, konum og börnum. Stefnan var sett á suð- urodda Grænlands. Hrakist aj leið. Meðan á þessu gekk við Breiða- fjörð, var annað skip á siglingu á Atlantshafi, og sú sigling átti eftir að finna sér stað í fjarlægri fram- tíð líkt og svo margir einstakir atburðir hafa tíðum gert í sögu hinna vestrænu þjóða. Þessu skipi, sem þarna var á siglingu um líkt leyti og Eiríkur rauði og fylgdarlið hans lét úr við Breiðafjörð, stýrði Bjarni Herj- ólfsson, en hann var kaupmaður og farmaður og hafði skip sitt í förum annaðhvort sumar milli íslands og Noregs. Þeir áttu skipið sarnan feðgarnir, Herjólfur og Bjarni, og ráku kaupskapinn frá íslandi. Ann- að sumarið sigldi Bjarni til Noregs með prjónales og ull, rostungahúð- ir og hvalbein, lýsi, fálka og aðrar þær vörur, sem íslendingar fluttu út, en hinu sumrinu eyddi hann svo í Noregi til kaupa á varningi, sem íslendingar þörfunuðust og voru það aðallega járnvörur. Þegar Bjarni kom heim þetta sumar, var faðir hans horfinn af landi brott með Eiríki rauða, og ætlaði hann sér að reka farmennsku og verzlun frá Grænlandi og lét Herjólfur liggja boð fyrir syni sínum að koma í kjölfar sitt. Bjarni hafði stutta dvöl á íslandi. Hann tók um borð konur og börn skipsmanna sinna og annað það af eigum þeirra, sem þeir máttu með komast og hélt svo til hafs á ný. Hann var kominn undir Grænland þegar norðaustan vindur tók að blása í gríð og erg og hann hraktist suður á bóginn. Þegar loks lægði veðrið, var á svarta þoka, en þegar henni að lokum létti hafði Bjarni landsýn í vestri. Þetta var ekki Grænland, heldur austurströnd þess lands, sem við nú köllum Nýfundnaland. Bjarni lagði nær landi, og sá, að þarna var land skógivaxið og flat- lent. Bjarni hafði ekki langa dvöl við þetta ný-fundnoland sitt. Hann gekk ekki einu sinni á land. Hann var kaupmaður en ekki landkönn- uður, og hann taldi það því skyldu sína að koma skipi sínu og farþeg- um, sem fyrst í rétta höfn. Hann tók stefnu eftir Póstjörnunni og stefndi beint í norður, og sigldi þá fram með endilangri strönd Ný- fundnalands og næstum allri strandlengju Labradors. Þegar hann svo var kominn á sömu breiddargráðu að hann hélt og hinir Grænlandsfararnir myndu líklega halda sig, sigldi hann \i austur og tók land ekki langt þar frá þeim stað, sem faðir hans hafði tekið sér bólfestu. Okkur fannst það ótrúlegt, hvað saga Bjarna vakti litla athygli með víkingum á Grænlandi. Hann var sjálfur undrandi yfir, hversu langt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.