Úrval - 01.12.1966, Qupperneq 66
64
ÚRVAL
flykktust menn nú að Eiríki óð-
fúsir í að nema með honum hið
nýja land. Vestur-ísland var allt í
uppnámi þessa vordaga 985. Bænd-
ur seldu óðöl sín og ráku fé sitt til
strandar við Breiðafjörð að fylgja
Eiríki. Þegar hagstæður byr rann
á í júní, héldu 35 skip úr höfn með
þandar voðir og fullhlaðin skepn-
um, búslóð, þúsund körlum, konum
og börnum. Stefnan var sett á suð-
urodda Grænlands.
Hrakist aj leið.
Meðan á þessu gekk við Breiða-
fjörð, var annað skip á siglingu á
Atlantshafi, og sú sigling átti eftir
að finna sér stað í fjarlægri fram-
tíð líkt og svo margir einstakir
atburðir hafa tíðum gert í sögu
hinna vestrænu þjóða.
Þessu skipi, sem þarna var á
siglingu um líkt leyti og Eiríkur
rauði og fylgdarlið hans lét úr
við Breiðafjörð, stýrði Bjarni Herj-
ólfsson, en hann var kaupmaður og
farmaður og hafði skip sitt í förum
annaðhvort sumar milli íslands og
Noregs. Þeir áttu skipið sarnan
feðgarnir, Herjólfur og Bjarni, og
ráku kaupskapinn frá íslandi. Ann-
að sumarið sigldi Bjarni til Noregs
með prjónales og ull, rostungahúð-
ir og hvalbein, lýsi, fálka og aðrar
þær vörur, sem íslendingar fluttu
út, en hinu sumrinu eyddi hann svo
í Noregi til kaupa á varningi, sem
íslendingar þörfunuðust og voru
það aðallega járnvörur. Þegar
Bjarni kom heim þetta sumar, var
faðir hans horfinn af landi brott
með Eiríki rauða, og ætlaði hann
sér að reka farmennsku og verzlun
frá Grænlandi og lét Herjólfur
liggja boð fyrir syni sínum að koma
í kjölfar sitt.
Bjarni hafði stutta dvöl á íslandi.
Hann tók um borð konur og börn
skipsmanna sinna og annað það af
eigum þeirra, sem þeir máttu með
komast og hélt svo til hafs á ný.
Hann var kominn undir Grænland
þegar norðaustan vindur tók að
blása í gríð og erg og hann hraktist
suður á bóginn. Þegar loks lægði
veðrið, var á svarta þoka, en þegar
henni að lokum létti hafði Bjarni
landsýn í vestri.
Þetta var ekki Grænland, heldur
austurströnd þess lands, sem við nú
köllum Nýfundnaland.
Bjarni lagði nær landi, og sá, að
þarna var land skógivaxið og flat-
lent. Bjarni hafði ekki langa dvöl
við þetta ný-fundnoland sitt. Hann
gekk ekki einu sinni á land. Hann
var kaupmaður en ekki landkönn-
uður, og hann taldi það því skyldu
sína að koma skipi sínu og farþeg-
um, sem fyrst í rétta höfn. Hann
tók stefnu eftir Póstjörnunni og
stefndi beint í norður, og sigldi þá
fram með endilangri strönd Ný-
fundnalands og næstum allri
strandlengju Labradors.
Þegar hann svo var kominn á
sömu breiddargráðu að hann hélt
og hinir Grænlandsfararnir myndu
líklega halda sig, sigldi hann \i
austur og tók land ekki langt þar
frá þeim stað, sem faðir hans hafði
tekið sér bólfestu.
Okkur fannst það ótrúlegt, hvað
saga Bjarna vakti litla athygli með
víkingum á Grænlandi. Hann var
sjálfur undrandi yfir, hversu langt