Úrval - 01.12.1966, Page 69
MENNIRNIR Á UNDAN KÓLUMBUSI
67
og samtíðarmenn hans öfluðu sér
um sjóleiðina til hinna nýju landa
í vestri féll aldrei úr minni manna.
Kolumbus hefur haft spurnir af
þessari vitneskju, því að hann hélt
til íslands áður en hann lagði upp
til vesturfarar sinnar. Hann hefur
sennilega viljað vita sem mest um
legu þessa lands í vestrinu, svo að
hann gæti sett stefnuna fyrir sunn-
an það í leit sinni að siglingaleið
í vesturátt til Asíu.
Það mistókst, sem kunnugt er
fyrir Kólumbusi að komast framhjá
þessu landi og árið 1492 „uppgötv-
aði“, hann Ameríku.
Þegar ég kom fram fyrir herdeildarráðið, sem ætlaði að vega mig
og meta vegna hugsanlegrar stöðuhækkunar, varð ég að svara ýms-
um spurningum um atbui'ði og ástand í heiminum, íþróttir, herregl-
ur og umgengnisvenjur innan hersins, aflestur af herkortum og fleira.
Svo spurði ofurstinn mig, hvað ég mundi gera, ef ég mætti honum
á götu og hefði fullt fangið af bögglum. Svar mitt var skjótt og rétt:
„Það er ekki þörf að heilsa með hermannakveðju, herra, við slíkt
tækifæri, aðeins venjulegri kveðju."
Svo spurði hann mig, hvað ég mundi gera, ef ég hefði enga böggla
meðferðis, en væri umkringdur kvenfólki þess í stað, og hann væri
að nálgast. Óstyrkum rómi spurði ég ofurstann, hvort hann óskaði
eftir hreinskilnislegu svari. Hann fullvissaði mig um, að svo væri.
„Jæja, herra,“ svaraði ég, „ég efast stórlega um, að ég kæmi þá
auga á yður.“
Árangurinn af prófunum var tilkynntur næsta dag, og þá sannaðist
það, að heiðarleikinn borgar sig bezt. Nafn mitt var fjórða á listan-
um yfjr þá, sem hækkað höfðu í tign.
Robert Richards
Liðsforingjaefnin voru að æfa sig í að vaða yfir straumharða á.
Við stóðum þarna á árbakkanum, allir 40, hríðskjálfandi, enda vor-
um við aðeins klæddir í stálhjálma. Skyndilega stanzaði lítill herbíll
rétt hjá okkur, og út úr honum steig síðan ökumaður, sem reyndar
var kvenmaður úr WRAC-liði hersins. Hún gekk beint að yfirmanni
okkar án þess að sýna nokkur svipbrigði. Svo rétti hún honum um-
slag og þrammaði svo aftur að bifreiðinni. Það var dauðaþögn, en svo
heyrðist rödd tauta: „Afsakið herra, en vilduð þér ekki segja okkur,
hvernig hún gat þekkt yður.“
W.F.J. Maycock