Úrval - 01.12.1966, Qupperneq 71
6y
MAÐURINN, SEM RITAÐI SÍNA EIGIN ...
mig, að verða mér úti um sígarett-
ur. Ég gerði ýmis viðvik fyrir hina
og aðra til að afla mér peninga fyr-
ir sígarettunum, og ég reykti allar
tegundir af þeim, sem á markaðn-
um voru og jafnvel þær einkenni-
legustu, eins og Melachrino Omar,
English Ovals, og mér fannst ég
mjög mikill heimsmaður, en ég get
ekki sagt, að mér þætti gott að
reykja þær. Skuggar kreppunnar
miklu byrjuðu að falla á árið 1928
og þegar harðnaði í ári fór pabbi
að telja sígaretturnar í pakkanum
sínum, og ég tók til að tína vindi-
ingastubba upp af götu minni.
Við vorum tveir við þessa iðju,
og við steiktum tóbakið í ofni og
snerum síðan rís-pappír utan um
það. Þetta voru hræðilegar sígarett-
ur.
Það var engin von um starf fyrir
ungling um þessar mundir, svo að
ég ákvað að ganga í flotann — þar
með var einum munninum færra
við borðið, og ég gæti jafnvel sent
heim peninga.
Nú varð enginn hörgull á sígarett-
um. Þær kostuðu ekki nema 40
cent þúsund stykkin fyrir okkur
úti á sjó. Ég reykti tvo pakka á dag,
um þessar mundir, og reykt áfergju-
lega ofan í mig.
Þegar ég fór úr flotanum tæpra
tuttugu ára, fór ég í háskólann í
Norður-Karolina fylki og þegar ég
útskrifaðist fékk ég starf við San
Diego Union.
Það var að næturlagi, þegar ég
var að ganga til bílsins míns, að
ég fékk aðkenningu af slagi, og
reikaði til út á vinstri hlið.
Ég hafði keðjureykt þessa nótt og
ég fann, að það myndi vera orsök-
in fyrir þessum krankleika.
Við reyndum hjónin, Muriel og
ég að hætta. Við komumst í átta
daga.
Nú var ekki einu sinni svo, að
ég nyti nokkurn tíma verulega tó-
baksins, nema fyrstu sígarettunnar
á morgnanna með kaffinu mínu.
Það var sífellt óbragð í munnin-
um á mér. Reykingarnar drógu úr
eðlilegri matarlys minni. Ég mædd-
ist svo hræðlega, að ég stóð iðu-
lega á öndinni. Fengi ég kvef, þá
var ég sárþjáður.
Árið 1956, reykti ég meira en
nokkru sinni fyrr og það ár kom
ég til Honolulu til að vinna fyrir
Star-Bulletin.
Árið 1965 fór ég að finna til kvala
í maganum, og ég hélzt ekki við í
rúminu á nóttum nema klukkustund
eða svo í einu, þá varð ég að fara
framúr og drekka mjólk og reykja
sígarettu.
í september þetta ár fékk ég
hræðilegan hósta. Ég hafði hæsi og
og þ^ð var mikill sársauki í vinstra
lunganu.
Ég fór til læknisins míns. Hann
hlustaði mig og fyrirskipaði að ég
færi í gegnumlýsingu.
— Þú hefur lungnabólgu, sagði
hann.
Fjórum dögum seinna skar lungna-
sérfræðingur í lungað.
Ég var kominn til vinnu minnar
mánuði seinna. Ég hafði ekki reykt
síðan ég hafði verið lagður inn til
aðgerðarinnar. Það reyndist ekki
erfitt að hætta, og það var af því,
að ég hafð nú gilda ástæðu til þess.
Mér heilsaðist vel, og þyngdist um