Úrval - 01.12.1966, Síða 72
70
ÚRVAL
10 pund og mér leið reglulega vel
þessa daga, svo var það þann 3.
janúar að ég hélt að ég hefði feng-
ið slæmt kvef, og fór til læknis
míns. Hann tappaði af mér tæpum
lítra af rauðum vökva úr brjóstinu
á mér og hann sagði:
— Tíminn nálgast.
Seinna sagði konan mér, að hann
hefði sagt sér eftir skurðaðgerðina,
að ég ætti ekki eftir nema ár ólif-
að. Hún vildi ekki trúa þessu, og
hún sagði mér það ekki. Mér finnst
það ekki nema eðlilegt.
Það eru þekktar fjórar tegundir
af lungnakrabba, og vaxa þær mjög
mismunandi ört. Læknirinn minn
sagði mér þetta. Hann sagði mér
líka, að af hverjum 20 sjúklingum,
sem fengju lungnakrabba dæju 19.
Þó að allt sé gert, sem hægt er til
bjargar, þá lifir ekki nema einn af
hverjum tuttugu. Þegar um aðrar
tegundir krabba er að ræða, er hlut-
fallið milli þeirra, sem læknast og
hinna, sem deyja nokkurn veginn
jafnt.
Læknirnn minn er í heilögu stríði
við sígarettureykingar. Hann segir
að það leiki enginn vafi á sam-
bandinu milli sígarettureykinga og
lungnakrabba. Skýrslurnar ljúga
ekki öllu. Það er talið að einn af
hverjum átta, sem reykja sígarett-
ur í miklum mæli, 20 á dag eða
meira, um 20 ára skeið fái lugna-
krabba.
En þetta er svo sem ekki eini
skaðinn, sem sígaretturnar valda
líkamanum. Reykingar margfalda
hættuna á æðakölkun, og jafnframt
tólffalda þær hættuna á banvænni
skemmd í lungnablöðrunum.
Síðan er um að ræða krabba í
munni af völdum reykinga, einnig
í barkakýli og víðar.
Ég hef grun um að læknum finn-
ist þessi barátta stundum heldur
vonlítil. Þeir aðvara fólk eins og
mig, en við sinnum ekki aðvörunum
þeirra.
Það eru þessar sífelldu sígarettu-
auglýsingar. Læknirinn minn sagði:
— Það er eytt milljónum af dollur-
um til að telja fólki trú um, að
sígarettan geti bætt því hitt eða
annað og létt því lífið.
Á Ítalíu og í Stóra-Bretlandi hafa
þeir bannað sígarettuauglýsingar í
sjónvarpi. Ég held að þetta sé spor
í rétta átt, því að eftir því sem lækn-
irinn sagði, þá er höfuðatriðið að
varna því að unglingurinn byrji.
Hvort saga mín kann að valda
því, að einhver hætti að reykja,
veit ég ekki, ég efast um það. Ekki
einn einasti af þeim, sem ég hefi
talað um þetta og prédikað fyrir,
hefur hætt — ekki ein einasta sála.
Það hugsa allir: — Þetta kemur
fyrir hann, ekki mig.
En þegar þú færð lungnakrabb-
ann, guð hjálpi þér þá. Þegar þú
sérð á röntgenmyndaplötunni, veiztu
hvað bíður þín og þú getur ekkert
gert, nema beðið.
Mér líður vel núna, hjúkrunar-
konan er að enda við að sprauta
mig. Ég á mjög erfitt með að ná
andanum, ég get ekki gengð fimm
skref án þess að verða að setjast
niður. Krabbinn er kominn í lifr-
ina og ég veit ekki hvar víðar.
Ég á mér ekki lífsvon. Það er of
seint fyrir mig. Það er kannski ekki
of seint fyrir þig.