Úrval - 01.12.1966, Side 78

Úrval - 01.12.1966, Side 78
76 ÚRVAL höfðu verið skotnir og mæður þeirra fangelsaðar. Þeir fluttu börnin í fangabúðir í Gneisenau. William Shirer segir í hinni frægu bók sinni Hnignun og fall þriðja ríkisins, að börnin hafi verið 90 að tölu, og af þessum hópi hafi loks verið valin 7, sem nazistar töldu nokkurn vegin „hrein,“ og þeim komið í fóstur í Þýzkalandi. Öll voru þau börn innan eins árs að aldri og voru þau valin að ráði hinna færustu kynþáttasérfræð- inga. Seinna fylgdu hin börnin á eftir að sögn. Þannig hefndu nazistarnir Heydi- rich svo rækilega, að jafnvel hans eigið grimmdaræði bliknaði hjá þeim ósköpum. f einkalífi sínu virðist Reinhard Heydrich hafa verið siðaður og elskulegur maður með listrænar tilhneigingar. — Ég kvæntist honum, af því að hann spilaði svo guðdómlega á fiðlu, játar ekkjan hans, Linda Mathilda von Osten. Þau giftust árið 1931 og Klaus, elzti sonur þeirra fæddist 1933. Hann dó 1944 og af svipuðum orsökum og faðir hans. Tékkneskur vörubíll ,,rakst“ á hann þar sem hann var á reið- hjóli. Annar sonur Heydrich, Heid- er, fæddist 1934, og Silke var fædd 1938 og því aðeins 3ja ára þegar faðir hennar dó. í júlí 1942, mánuði eftir að faðirinn dó, fæddist önnur dóttir. Fjölskyldan hélt áfram að búa í hinu ríkmannlega húsi sínu eða kastala í Paneske-Brezany í nánd við Prag. Svo var það eitt kvöld að Silke litla opnaði dyrnar fyrir manni í dökkum einkennisbúningi. Hann reyndist heita Heinrich Himmler og vera mikið að flýta sér: — Ég þarf að fá bað og eitthvað að éta, sagði hann. Himler var að forða sér undan herjum Bandamanna, sem sóttu ákaft fram. Heydrichfjölskyldan var þá einn- ig neydd til að flýja. Þó að undar- legt megi heita komust þau klakk- laust í gegnum skóga Bóhemíu og yfir allt Þýzkaland án þess að hrófl- að væri við þeim. Silke var hulin undir heyi á kerru, sem þau höfðu aftan í vagninum. Hinir fjölskyldu- meðlimirnir þóttust vera flótta- menn, sem hefðu týnt plöggum sínum og skilríkjum. Loks komust þau til foreldra frú Heidrich, Fehrmann að nafni, sem bjuggu á eyju í Norðursjónum. Bandamenn létu þau afskiptalaus en Tékkarnir dæmdu frú Heydrich til dauða og heimtuðu hana framselda, en Bandamenn hundsuðu þá kröfu. Þegar þýzka stjórnin hirti það sem eftir var af eignum Heydrichs fjölskyldunnar gerðist frú Heydrich fisksölukerling. Seinna tók hún til að reka litla veitingastofu, með hjálp dóttur sinnar Mörtu, og hef- ur sá rekstur gengið vel. Heider Heydrich lærði vélfræði. A stúdentsárum sínum tók hann þátt í eftirstríðsnazistahreyfingu og var fangelsaður. En síðan hefur hann spekzt og kvænzt, og vinnur geysimikið og hefur ákveðið að tala aldrei framar um stjórnmál, að minnsta kosti ekki opinberlega.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.