Úrval - 01.12.1966, Síða 84
82
ÚRVAL
in á þessari þrjózku hennar eigi
sér rætur í því, að í rauninni vilji
hún friðþægja fyrir föður sinn, með
því að taka á sig þær þjáningar,
sem það hlýtur að valda henni að
bera þetta hræðilega nafn. Hún get-
ur ekki þvegið af sér syndina hún er
þess eðlis, að það er ekki hægt að
sleppa frá henni með öðru móti
en friðþægja fyrir hana á einhvern
hátt.
Þegar ekki er rætt um stjórn-
mál er Guðrún þægileg ung stúlka,
sem lifir fremur hversdagslegu lífi.
Henni þykir gaman að dansa og hún
er vinsæl. Samt sem áður hefur
hún neitaði giftingartilboðum, af
því, að hún segir: .... að hún vill
ekki skipta um nafn og fara þann-
ig í felur.
Hún ætlar sér að skrifa bók:
— ekki til að verja hann, þar
það þarf ekki að verja hann, þar
sem hann var ekki sekur, heldur
ætla ég aðeins að sýna hann í réttu
ljósi. Einn dag verður það að nafn
Himmlers verður nefnt með sömu
lotningu og nafn Napoleons....
Guðrún Himmler var aðeins 15
ára 1945, þegar Þriðja ríkið hrundi
og meðan faðir hennar var við
völd, sá hún hann sjaldan. Hann
var oftast í ofmiklum önnum til
að geta sinnt henni. „Þegar hann
talaði eitthvað við mig, þá var það
einungis í sambandi við einhver
æskuvandamál mín.“
Þann 13. maí 1945, hertók banda-
rískur herflokkur kastala einn í
Balzano á Ítalíu. Einn þýzku her-
mannanna bað um að sér væri
sleppt gegn því að hann ljóstraði
upp leyndarmáli sem hann hyggi
yfir. Þetta leyndarmál reyndist
vera, að dóttir Himmlers og kona
byggju í villu einni í grenndinni.
Þannig fundust þær mæðgur Guð-
rún og Marga Himmler. Þær voru
geymdar í fangelsi í Róm og síðar
í París og loks í Nurnberg.
Guðrún var vandræða fangi. Hún
neitaði að svara eða anza nokkru
öðru nafni en því sem hún hafði
verið skírð og hún gerði mjög harð-
vítugt hungurverkfall.
Það var einu sinni er hún fékk
heimsókn af blaðamanni, að hann
nefndi að faðir hennar hefði framið
sjálfsmorð, en Himmler tók eitur
eins og kunnugt er, eftir að Bretar
höfðu tekið hann til fanga. Guðrún
hafði enga hugmynd haft um ör-
lög föður síns og henni varð svo
mikið um þetta, að hún þjáðist svo
mánuðum skipti af óráði og hitasótt.
Henni, og þeim mæðgum, var
loks sleppt úr fangelsi í Nurnberg,
þar sem þær vissu heldur lítið um
starfsemi Himmlers. Eina sem Guð-
rún mundi um Hitler var það, að
faðir hennar hafði ævinlega heim-
sótt hann á nýjársdag ásamt fjöl-
skyldu sinni.
Þær mæðgur voru fluttar til
borgarfangelsis, þegar þeim var
sleppt úr Nurnberg fangabúðunum.
Þar leið þeim sæmilega.
Þegar loks átti að sleppa þeim
mæðgum að fullu og öllu úr fang-
elsi, neituðu þær að fara. Þær sögð-
ust ekki eiga að neinu að hverfa.
Nokkru seinna tókst þeim að fá
inni í kirkjustofnun einni, sem rak
heimili fyrir vitfirringa, flogaveika
og vændiskonur. Þessum tveim
„föllnu“ konum var veittur þarna