Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 91
BÖRN HITLERS
89
um og ég er ánægð með að vera
dóttir hans. Nafn hans hefur aldrei
orðið mér til óþæginda. Þvert á móti
Þegar fólk kemst að því, að ég sé
dóttir hans, hvort heldur það eru
veitingaþjónar eða leigubílstjórar,
þá vill það ekki taka við borgun af
mér.“
Edda lifir góðu lífi af tekjum sín-
um í Munchen en stundum hjá
móður sinni í Hamburg eða þá á
sveitasetri þeirra.
Samt sem áður eru öflugar járn-
grindur fyrir íbúð hennar í Mun-
chen“ til að verjast ásókn forvitins
fólks."
Það var mikið um að vera, þegar
Edda fæddist þann 2. júní 1938.
Flugvélar sveimuðu yfir heimili
hennar og mikið var skotið úr
byssum en það var einnig mikið
skotið daginn, sem SS-mennirnir
komu til að handtaka Goering að
heimili hans í Mautendorff.
Hitler hafði gefið skipun um að
Goering skyldi aflífaður daginn sem
sovézki herinn tók neðanjarðar-
byrgi hans sjálfs. En SS-mennirnir
voru þá ekki orðnir nema svipur
hjá sjón og höfðu misst stjórn á sér
og það fórst fyrir hjá þeim að
hengja Goering.
Goering flýði síðan ásamt fjöl-
skyldu sinni til Ítalíu, þar sem
bandarísk herdeild tók hann og
fjölskyldu hans til fanga.
Mánuði seinna, var Goering að-
skilin frá konu sinni og dóttur, en
þeim var sleppt nokkru síðar. Allur
þeirra farangur nema ein hattaskja
var tekin af þeim. En það voru
bara engir hattar í þeirri öskju
heldur milljóna verðmæti í gim-
steinum.
Þær mæðgur voru síðan hand-
teknar nokkru seinna, en það var
alla tíð farið vel með þær og ame-
ríska herstjórnin vildi gjarnan
losna við þær, sem fyrst en frú
Goering neitaði að fara.
„Ég veit ekki hvert ég á að fara“,
sagði hún við yfirvöldin.
Loks fundu þeir handa þeim auð-
an skógarvarðarkofa og þar var
þeim holað niður og þar lifðu þær
algerlega einangraðar. Það var ekki
um það að ræða að Edda gæti
gengið í skóla, svo að móðir hennar
kenndi henni.
Hinni litlu stúlku með lokka eins
og Shirley Temple var loks leyft
að heimsækja föður sinn í fangelsið,
en þá hafði hann verið dæmdur til
hengingar.
— „Lofaðu mér því ,að gráta
ekki“, bað móðir hennar þegar litla
telpan hélt af stað til fangelsins
og það gerði sú stutta ekki heldur.
Hún las ljóð fyrir föður sinn, sem
hafði misst 80 pund af spiki sínu,
en var annars í fullu fjöri. Hann
brosti til hennar en gat ekki kysst
hana, þar sem glerrúða var á milli
þeirra.
Móðir Eddu hafði aldrei trúað
því, að maður hennar yrði hengdur,
heldur trúði hún því statt og stöð-
ugt, að dómnum yrði breytt og
hann sendur í útlegð líkt og Napo-
leon ....
Það var ekki fyrr en Edda var
orðin 10 ára gömul, sem hún gat
farið að ganga í skóla. Hún reynd-
ist ágætur nemandi, bæði næm
og hlýðin og einnig reglusöm. Hún