Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 93
BORN HITLERS
91
MARTIN BORMANN
yngri: •— Frá þjáningunni
til lítilsvirðingarinnar.
Brenndu þennan einkennisbún-
ing umsvifalaust og forðaðu þér.
Hér er falskt vegabréf."
Um leið og Martin Bormann,
staðgengill Foringjans og sá sem
framkvæmdi síðasta vilja hans og
fyrirmæli, mælti þessi orð, afhenti
hann hin fölsuðu skjöl þessum 15
ára gamla dreng í einkennisbúningi
Hitlersæskunnar. Hann var einn af
þeim 15 stúdentum, sem höfðu verið
fluttir í skyndi úr skóla þjóðernis-
sinna í Matrei í Tyrol, en þar höfðu
hinir æðstu stjórnendur landsins
börn sín í skóla.
Þessi drengur, sem ekki hafði séð
föður sinn frá því árið 1943, og átti
ekki eftir að sjá hann framar, hafði
verið látinn heita Martin Bormann
eftir föður sínum.
Martin yngri varð gripinn skelf-
ingu en flýtti sér að framkvæma
skipun föður síns og leitaði síðan
hælis hjá bændafólki, og sagði því
að foreldrar sínir hefðu farizt í
loftárásum. Hann kallaði sig Martin
Donbrowsky. Bændafólkið grunaði
hann samt um græsku, þegar það
komst að því, að hann kunni ekkert
til bænagerðar í kirkju. Honum
hafði aldrei verið kennd bæn og í
kirkju hafði hann aldrei komið.
Honum tókst samt að halda því
leyndu hver hann var, þar til eitt
kvöld að hann missti kjarkinn í
augnabliksæsingi og trúði Regens
presti við þorpskirkjuna í Maria-
Kirehtal fyrir því hver hann væri.
Regens prestur lofaði að geyma
leyndarmál hans, ef hann kæmi og
byggi hjá sér og gengist undir nám
í kristnum fræðum.
Þannig byrjaði breytingin á
Martin Bormann, sem átti eftir að
læra til prests.
Löngu seinna komust Banda-
ríkjamenn að því, hvar hann var
niður kominn. En yfirheyrslurnar
leiddu ekki til neins, því að hinn
ungi guðfræðinemi vissi ekkert um