Úrval - 01.12.1966, Page 101
V
AÐSVIF
ið er fast að. Þetta getur hæglega
valdið slysum. Þessvegna er sjálf-
sagt fyrir alla sem komnir eru yf-
ir 65 ára aldur, að láta skoða aug-
un reglulega, enda er þá síður
hætta á að sjúkdómurinn leiði til
blindu.
Höfuðverkur sá, sem kallast
migraine, og algengastur er meðal
yngri manna, getur líka valdið að-
svifi. Stundum blindast sjúkling-
urinn um stundarsakir að nokkru,
sjónarsviðið þrengist. Eða þá að
sjónarsviðið verður örmjótt og
sjúklingnum finnst hann sjá eftir
löngum göngum. Þetta lagast aft-
ur þegar kastið er liðið hjá, og
99
verður aldrei varanlegt. Samt er
ætíð hætta á að það komi aftur,
með næsta kasti, en þá má bæta það
mikið með lyfjagjöfum.
Aðsvif hafa þannig margar or-
sakir. En aldrei skyldi láta hjá
líða að segja lækni frá þessu, og
fá úr því skorið hvers eðlis það
sé. Stundum getur læknirinn átt-
að sig á þessu með því að einu að
hlusta á sjúklinginn lýsa því, en
oft þarf samt nákvæmari rannsókn-
ar við. En af hverju sem þetta staf-
ar eru lítil líkindi til þess að það
batni af sjálfu sér, og því fyrr sem
sjúklingurinn kemst undir læknis-
hendur, því betra.
Táningur einn hafði játað á sig bílaþjófnað, og stóð nú frammi fyrir
dómaranum og beið dóms. Dómarinn skipaði honum að láta klippa sig
og bætti við þessum orðum til skýringar: ,,Ég neita að kveða upp dóm
yfir sakborningi, sem ég get ekki séð.“
Maðurinn er fæddur til þess að lifa, ekki til þess að búa sig undir
lífið.
Boris Pasternak, Dr. Zhivago.
Mágkona mín og maðurinn hennar keyptu fallegt, nýtt hús eitt
sumarið. Það stóð í yzta úthverfi, í útjaðri skógar. Um haustið keypti
hún stóreflis körfu, fulla af narsissublómlaukum. Og svo byrjuðu þau
að gróðursetja laukana. Öll fjölskyldan vann við þetta, eftir að mað-
urinn var kominn heim úr vinnunni. au grófu holur og gróðursettu
lauka dag eftir dag og eyddu jafnvel þrem helgum í þetta líka. Loks
varð karfan tóm. Mágkona mín hallaði sér upp að girðingunni og
virti fyrir sér stóra garðinn sinn og sá í anda narsissublómin gulu.
Þá kom einn nágranninn labbandi fram hjá. „Þú ert að dást að staðn-
um,“ sagði hann. „En bíddu bara þangað til í vor. Þá verðurðu nú
hrifin. Narsissur alls staðar, hvert sem litið er.‘
Nancy C. Cocroft.