Úrval - 01.12.1966, Side 102
Sherlock Holmes liefur um 80
ára skeið verið í sviðsljósmu og
virðist vera það ennþá.
Levniliirealn-
maflurinn
ódaiðlesi
Eftir James Stewart Gordon
Það er furðulegt að sjá þess glögg
merki á þessari öld ýlfrandi þota,
kjarnorku og rafknúinna tann-
þursta, að Sherlock Holmes, leyni-
lögreglumaðurinn með arnarnefið,
sem ferðast um í hestvögnum og
skilur aldrei við sig fornfálegu píp-
una sína, hvorki heima í Bakara-
stræti nr. 221 B eða á ferðalögum
sínum, er enn í fullu fjöri. Og þessa
rólegu hetju úr 126 kvikmyndum
og rúmlega 20 leikritum má oft sjá
í hinu nýja fyrirbrigði okkar, sjón-
varpinu, svo að ekki sé nú talað um
útvarpið, en þar hefur nú nýlega
byrjað 9. framhaldsleikritið um
ævintýri hans (þ. e. í brezka út-
varpinu).
Fyrsti sigur Holmes sem leynilög-
reglumanns var skráður af Sir Art-
hur Conan Dayle fyrir 80 árum.
Síðan hafa frásagnir af ævintýrum
hans verið þýddar á 45 tungumál,
en það er um að ræða 5 bækur, sem
hafa að geyma 56 stuttar sögur, auk
fjögurra skáldsagna. Áætlað er, að
alheimssala þessara bóka sé fyrir
löngu komin upp fyrir 100 milljón
eintök. Höfundarrétturinn, sem er
í gildi til 1980, hefur aflað meiri
auðæfa handhöfum sínum til handa
en nokkurn tíma hefur þekkzt fyrr
eða síðar.
Og enn hittast hópar Holmesað-
dáenda reglulega um allan heim.
Innan þeirra vébanda má telja
prófessora, lækna, rithöfunda og
aðra listamenn. Þeir rannsaka verk
Holmes út í yztu æsar, vega og
meta hvert smáatriði og ræða um
það. Brezka Sherlock Holmesfélag-
ið hélt í fyrra upp á 75 ára útgáfu-
100
The Ottawa Journal