Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 103

Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 103
LEYNILÖGREGLUMAÐURINN ÓDAUÐLEGI 101 afmæli „Baskervillehundsins" með leiðangri til Dartmoor, þar sem sag- an er látin gerast. Á næsta ári munu félagsmenn heimsækja nýopnað Connan Doylesafn í Lucenkastala nálægt Lausanne í Sviss. Þar getur að líta hina frægu dagstofu þeirra Holmes og Watsons í Bakarastræti. Hefur hún verið endurskipulögð þar og þess verið gætt, að hvert smá- atriði sé í fyllsta samræmi við lýs- ingu þá, sem kemur fram í bókum Doyles. Ýmisleg afbrigði af þeim vísinda- legu sakamálarannsóknum, sem Sherlock Holmes kynnti fyrir al- menningi fyrir 80 árum, eru al- mennt notuð af lögreglumönnum enn þann dag í dag. Hann notaði gipsmót til þess að vernda viðkvæm sönnunargögn og ná hjólförum og fótaförum. Hann rannsakaði ryk úr fötum í smásjá til þess að komast að starfi fórnardýrsins og staðfesta fjarvistasönnun grunaðs manns eða eyðileggja hana. Hann rannsakaði af geysilegri nákvæmni stað þann, sem glæpurinn var framinn á, og allt næsta nágrenni í leit að sönn- unargögnum eða vísbendingum, sem tengt gætu hinn grunaða mann við staðinn. Verk Sherlock Holmes hafa m. a. verið þýdd á arabisku og eru notuð sem kennslubækur af egypzku lög- reglunni. Franska ríkislögreglan „Sureté" hefur heiðrað „skapara“ Sherlock Holmes með því að gefa hinum miklu sakamálarannsóknar- stofum sínum í Lyons nafn hans. Arthur Conan Doyle fæddist í Edinborg. Foreldrar hans voru ekki efnuð. Hann hóf nám í læknaskóla 17 ára að aldri og vann fyrir skóla- göngu sinni öll skólaárin. Dr. Joseph Bell, hinn frægi skurðlækn- ir og sjúkdómsgreingarfræðingur, fékk áhuga á þessum efnilega, unga manni og réð hann sem aðstoðar- mann sinn. Bell bjó yfir háþróaðri athyglisgáfu og rökvissri hugsun. Nemendur hans voru stórhrifnir af því, er honum heppnaðist að greina sjúkdóma sjúklinganna, sem til hans leituðu, og segja þar að auki til um, af hvaða kynþætti og jafn- vel þjóð þeir væru, og lýsa starfi þeirra og umhverfi því, sem þeir bjuggi í. Við einn sjúklinginn sagði hann: „Þér, herra minn, eruð nýkominn heim frá eyjunni Barbados í Vest- ur-Indíum, en þar voruð þér liðs- foringi í hernum. Hermennskan er þó ekki yðar ævistarf, enda hafið þér alveg nýlega fengið lausn frá herþjónustu. Þér þjáist af „fílasýk- inni“ (elephantiasis). Þegar sjúklingurinn og nemend- urnir létu í Ijós ósvikna undrun, veitti Bell þeim eftirfarandi skýr- ingu: „Það má sjá það á limaburði og göngulagi mannsins, að hann er hermaður. Hann tók ekki ofan hatt- inn, þegar hann kom inn í herberg- ið, og bendir þetta til þess, að hann hafi alveg nýlega fengið lausn frá herþjónustu. Hann ber með sér valdsmannssvip, einmitt þann svip, sem einkennir liðsforingja, sem hafa þó ekki hermennskuna að ævistarfi. Og bæði hin sólbrúna húð hans og sjúkdómurinn sýnir, að hann kemur frá hitabeltislandi. Og við það bæti ég, að hann muni vera frá Barbados, vegna þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.