Úrval - 01.12.1966, Qupperneq 111
LÝSINGAR Á FORNÍRSKUM HANDRITUM
109
af textanum og á að lesast með.
Þetta sést af því handriti írsku sem
elzt er þeirra sem varðveitzt hafa,
Cathach, saltara sankti Colomba,
þar sem hver sálmur byrjar á
skreyttum uphafsstaf, en næstu
stafir eru ekki ritaðir með venju-
legum stöfum, heldur skrautlegri,
og mynda þeir þannig tengilið milli
upphafsstafsins og meginmálsins.
Þessir einföldu upphafsstafir í
Cathach, enda í mjóum gormum,
sem oft eru umkringdir litl-
um punktum, en þetta virðist
vera leifar af eldri skreytingar-
hætti.
Það var á sjöundu öld ofanverðri
sem þessi keltneska listgrein í
Austur-írlandi náði hámarki sínu,
þegar rituð var Kells-bók, þessi
dýrgripur, sem sennilega hefur ver-
ið gerð á árunum 680 til 700, ein-
hversstaðar þar á milli. Þar nær
írsk leturgerð og lýsinga sínum
fyllst þroska, og þetta er skraut-
legasta bók sem gerð hefur verið
af írskum bóklistarmönnum. Auk
þeirra lýsinga sem til þóttu heyra
hverri bók, eru þarna síður, þar
sem ekkert er að sjá nema skraut-
legar lýsingar, og fylgja myndirnar
frásögum bókarinnrr, og eru sum-
ar svo stórar, að þær þekja heila
síðu, svo myndin af freistingu Jesú,
Maríu mey með barnið, og hand-
töku Krists. Varla er nokkur síða
óskreytt með öllu. Það er furðu-
legt að sjá hvílíkri þolinmæði og
iðni þessir menn hafa beitt, er þeir
gerðu bækurnar, hve skarpa sjón
þeir hafa haft, hve traust og lipur
handtök. Skrautið er gerhugsað
fyrirfram og hlýtur þetta að hafa
þró azt með hverjum einstökum
munki um leið og hann skráði og
lýsti, eða þá að nokkrir hafa verið
sér um það í mjög nánu samstarfi,
allir með einum huga og hönd. Sá
sem les letrið í smásjá, sér það sér
til undrunar, að línurnar brotna
aldrei, né herpast í óleysanlega
hnúta, og það er auðséð, að lista-
maður sá, sem þetta gerði, hefur
ekki einungis haft skemmtun af að
skapa svo fagurt verk, heldur hef-
ur hefur hann haft af því slíka á-
nægju sem stærðfræðingur hefur
er hann leysir erfiða flatarmáls-
reikningsþraut. Maður nokkur, sem
gerði á þessu nákvæma rannsókn,
fann hvorki meira né minna en
158 bönd í einni fléttu og var hvert
/