Úrval - 01.12.1966, Síða 117
LÝSINGAR Á FORNÍRSKUM HANDRITUM
115
lega bókasafninu í Leningrad séu
hinn bezti vitnisburður um það hve
vel tókst að blanda saman þessum
ólíku stíltegundum, en auk þess má
nefna handrit frá áttundu öld um
athugasemdir við Sálma Davíðs eft-
ir Cassidorus, sem nú er á safninu
í Durham. Sagt er að Beda munkur
hinn heilagi hafi tekið afrit af þess-
ari bók. Hér má enn sjá það, svo
sem í Lindisfarne guðspjöllum, að
myndirnar af höfundi sálmanna eru
betur gerðar en aðrar myndir í
írskum handritum, þar sem engra
áhrifa gætir utan að frá. Bókin jrá
Durrow er annar votturinn um
varanleik írskra áhrifa í Norð-
ymbralandi. Flestum fornleturs-
fræðingum og listfræðingum kem-
ur saman um það, að þetta handrit,
hið fyrsta meistaraverk bóklýs-
inga, hafi verið gert á fyrsta helm-
ingi sjöundu aldar, hafi átt heima í
sankti Columbsklaustri. En hvar
var það ritað? í Durrow í írlandi?
Lindisfarne í Norðymbralandi,
Melrose eða Iona í Skotlandi?
Líklegast í Durrow, því þar var það
á elleftu og tólftu öld, og mynd af
atburði sem gerðist í Durrow var
sett á síðu, sem annars hefði verið
auð.
Aðaleinkenni skreytingamynd-
anna er þessi breiða umgerð, með
fjölþættum fléttum, og afmörkuð
báðum megin tveimur strikum
samsíða, og eftirtektarvert er það
að þessi stíll er líka í hinum frægu
háu krossum. Þessir breiðu reitir,
með öllu fléttaskrautinu, hurfu
brátt og komu í staðinn fléttur úr
mjóum þráðum, og tíðkaðist þetta
víða og er engan veginn einkenn-
andi fyrir írland. Þetta sést fyrst í
hinum sýrlenzku Guðspjöllum frá
Rabula, (sem nú er í safni Lauren-
tínusar í Flórens). Litirnir á skreyt-
ingunum á bókinni sem kennd er
við Durrow eru að mestu leyti
rautt, grænt og gult, en kolsvart í
grunni, og svartar línur á litaskil-
um, en þetta einkennir koptíska og
sýriska myndlist. Eitt einstakt
handrit með ensk-keltneskum lýs-
ingum á afarfögrum upphafsstöf-
um og málaðri mynd af erni, er til
í Corpus Christi College í Cam-
bridge. í þessu handriti eru aðeins
tvö guðspjöll skráð, Lúkasar og
Jóhannesar, en þetta er hið eina,
sem á kann að þykja vanta, um-
gerðirnar og upphafsstafirnir eru
jafn fagurslungnar fléttur sem
annarsstaðar er að finna og ekki
skortir á fjölbreytnina. Það mun
hafa verið á sextándu öld, sem þau
hlaut varanlegan samastað í bóka-
safni Parkers erkibiskups, og lætur
hann þess getið í athugasemd, sem
hann hefur skrifað í bókina, að þetta
sé eitt af þeim handritum, sem
Gregor páfi hafi sent Ágústusi
kirkjuföður í lok sjöttu aldar.
III
Meðan hið nýja aðstreymi fram-
andi suðrænna áhrifa gat valdið
blómgun innlendrar bóklistar,
skorti ekki heldur áhrif þess á það
sem gert var af handritum í
klaustrunum á níundu og .tíundu
öld. Guðspjallabók MacDurnan,
erkibiskups í Armagh (885—927)
er gott sýnishorn frá hinum nýrri
skólum írskrar bóklistar, en þar eru
myndirnar af guðspjallamönnun-