Úrval - 01.12.1966, Qupperneq 118
116
ÚRVAL
um jafn fáránlegar og í hinum
eldri, en skreytingarnar eru miklu
lakari og ekki gerðar af nándar-
nærri jafn miklu nostri og ná-
kvæmni en í listaverki slíku sem
Kellsbók. Enn betur má greina
þessa hnignun keltneskrar bóklist-
ar í Hjartarbókinni (Book of Deer),
sem nú er í háskólabókasafninu í
Cambridge (Deer var klaustur sem
Columba stofnaði í Aberdennshire).
Bókin er í litlu átta blaða broti
og er hún afrit af guðspjöllunum
á latínu, gerð eftir hinni eldri þýð-
ingu af biblíunni, áður en sankti
Jerome endurskoðaði biblíuþýð-
ingu þessa. Að því er snilld snertir
er þetta ekki annað en skuggi ein-
tómur af keltneskri bókagerðarlist,
eins og hún var þegar hún náði
Úr Kellsbók.
hæst, og öll virðist bókin hafa verið
skrifuð af írskum skrifara á níundu
öld.
Þó að erlend áhrif flæddu stöðugt
að, komu þó fram bæði á níundu
og tíundu öld bækur, þar sem lítið
eða ekki gætti áhrifa af byzanskri
og ítalskri list. Og ein hin fegursta
af bókum gerðum í gömlum írskum
stíl er MacRegols guðspjöll, sem
gerð var á níundu öld og nú er í
Bodleian. Guðspjöll sankti Chads í
dómkirkjunni í Lichfield er svip-
að þessu, og er það ein af mörgum
bókum sem nafn hlaut af nafni
einhvers dýrlings, sem áður hafði
lifað í klaustri þar sem handritið
var skrifað. Guðspjall sankti Ágúst-
ínusar, Cuthberts og Columba eru
öll skrifuð löngu eftir daga þeirra
dýrlinga, sem þau eru heitin eftir.
Meðan keltnesk bókagerðarlist
stóð hæst, var hún ekki eingöngu
bundin við þá gerð lýsinga, sem
kennd er við Norðymbraland, írskir
uppdrættir voru teknir gildir af
skrifurum í Canterbury, og einnig
á meginlandi Evrópu, hvar sem
„skozkir pílagrímar" höfðu haft við-
dvöl, fór undir eins að bera á
gormum og fléttum, og má nefna
í þessu sambandi staðina Sankti
Gall, Salzburg, Luzeuil og Bobbio,
sem írskur lýsingastíll náði að þró-
ast.
Þegar írar fóru að sækjast eftir
menntun meginlandsins, hnignaði
allt hjá þeim og féll. Árásir norskra
víkinga á landið á níundu öld, urðu
þá svæsnari og víkingar fóru ráns-
ferðir sínar lengra inn í landið en
áður, hrukku þá munkarnir með
bókiðnir sínar af landi burt og