Úrval - 01.12.1966, Síða 119

Úrval - 01.12.1966, Síða 119
LÝSINGAR Á FORNÍRSKUM HANDRITUM 117 settust að í menntasetrum álfunnar. Þeir þóttust góðir ef þeir gátu bjargað lífi sínu og einhverju af dýrgripum sínum. Víkingarnir fóru heim með ránsfeng sinn, og sumt af því, svo sem kaleikar, voru þeg- ar í stað hafðir til hversdagslegra nota. í fornmenjasafninu í Kaup- mannahöfn má sjá írskt skrín, sem hefur verið skartgripaskrín norskr- ar hefðarkonu. Svo sem flestar heiðnar þjóðir höfðu Norðmenn þann sið að leggja dýrgripi látins manns í gröf með honum, og þess- vegna hefur margur írskur dýr- gripur fundizt í gröfum frá átt- undu og níundu öld. En víkingar kunnu ekki að lesa, og var það því ekki sú sérstæða list, sem einkennir handritin, sem þangað barst og til Danmerkur, heldur gull og silfur og gimsteinar, sem víkingar höfðu með sér þangað. Keltneskir gorm- ar, sem skreyttu þessa muni, urðu fyrirmyndir að tréskurði Norð- manna og annarra Norðurlanda- þjóða, og skreyttu þeir með þessu timburkirkjur sínar á elleftu og tólftu öld þegar þeir voru hættir að trúa á Þór og' Óðin og farnir að trúa á Krist. Að síðustu mætti athuga hand- rit keltnesku kirkjunnar í Norð- ymbralandi til skilnings á því hvernig klassiskur eða ítalskur stíll náði meiri og meiri tökum. Átökin milli keltnesks og rómansks stíls náði hámarki í deilunni milli forvígismannanna Colman og Winfred, og var sú deila útkljáð á synódunni í Whitby (663—4) og meðfylgjandi sigur Kantaraborgar og Róm yfir hinni gömlu írsku menningarhefð skar úr um framtíð hennar. Wilfred fór margar ferðir til Róm og hafði þaðan með sér fjölda lýstra handrita svo að ekki leið á löngu fyrr en merkileg bóka- söfn voru stofnuð bæði í York og Jarrow og tóku þau við þessum að- flutta auði bóka, sem einnig voru listaverk. Það hlauzt af sigri róm- anskra við Whitby, að klassisk á- hrif fóru sem eldur í sinu um öll klaustur, þar sem bókagerð var stunduð. Hlutur hins forna írska stíls varð stöðugt minni og minni, þó að flétt- urnar og dreka- og ormamyndirnar héldust við um margar aldir í öll- um helztu borgum Vestur-Evrópu, jafnvel fram á þrettándu öld. Á Ítalíu lifnaði þetta aftur á fimmt- ándu öld og skrautlegir upphafs- stafir voru hafðir á elztu prentuðu bókum í Róm, Flórens og Feneyj- um. Gullöld íra er tengd dýrlingum og fræðimönnum og lista, hinum lýstu guðspjallabókum, dýrindis málmsmíði og svo hinum miklu, úthöggnu steinkrossum. Irsk list á sér veglegt sæti meðal lista annarra Evrópuþjóða, því hún er ekki aðeins einstök í sinni röð, heldur er hún hið fyrsta dæmi um abstraktlist í menningu háþróaðri í ýmsum greinum. Irsk myndlist á sér veglegan sess í listasögu Evrópu. Irskir munkar unnu að því öld fram af öld, ótrufl- aðir af þeim róstum og ófriði, sem víða geisaði annarsstaðar á þessum myrku öldum, að rita og lýsa helg- ar bækur með þeim ágætum, að engir hafa komizt lengra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.