Úrval - 01.12.1966, Qupperneq 120
Leikkonan Ginger Rogers bað tímaritið Readers Digest að endur-
prenta þessa grein eftir Maud Schefrer, en það hafði birt hana árið
1940. Leikkonan sagði: — Mér hefur alltaf fundvzt það sama og
Maud að tækni leikarans á leiksviðinu œtti að geta komið hverjum
manni að notum í hans raunverulega Ufi.“
Hvernig
leikurðu
hlutverk
þitt?
Eftir Maud Schefrer
egar þú hefur orðið
æstur, kátur eða
hryggur í leikhúsi,
hefur þér þá aldrei
fundizt, að það sem
gerðist á sviðinu væri á margan
hátt raunverulegra en það, sem
gerðist í veruleikanum í þínu eig-
in lífi. Ef leikurinn er svo miklu
raunverulegri en hið daglega líf,
af hverju ræktum við þá ekki með
okkur þessa list, leiklistina á hinu
stóra sviði, miklu stærra sviði en
sviði leikhússins, sviði lífsins og
heimsins?
Ég er sannfærður um að við ætt-
um að gera það. Atvinna mín er
leiklistarkennsla, og því lengur,
sem ég stunda þá atvinnu, þeim
mun vissari er ég um, að leiklistin
hefur mikla hagnýta þýðingu fyrir
okkur í hinu daglega lífi.
Það hvarflar ekki að mér, að þú
eigir að leggja stund á leikaralát-
bragð eða málfar, heldur á ég við,
að þú notir tækni leiklistarinnar
til að leika sjálfan þig betur en þú
hefur gert.
Þegar Maude Adams var fengin
til að kenna menntaskólatelpum
leiklist, þá sagði rektorinn við hana:
— Ég ætlast ekki til, að þú gerir
þær að leiklistarstjörnum, heldur
aðeins, að þú kennir þeim að stjórna
sjálfum sér og beita tilfinningum
sínum á réttan hátt.
Það eru ekki mörg okkar, sem
höfum reynt þá ánægju, sem því
fylgir að hafa leikið af lífi og sál
118
Readers Digest