Úrval - 01.12.1966, Síða 122

Úrval - 01.12.1966, Síða 122
120 Ég minnist þess, að mér var eitt sinn boðið í veizlu, en uppgötvaði á síðustu stundu, að ég átti ekki klæðnað, sem hæfði þessu tækifæri. Mér var skapi næst að hætta við að fara, en ákvað loks, að nú skyldi ég beita leikkunnáttu minni og „klæða“, minn innri mann í hin réttu föt. Ég ímyndaði mér, að mér yrði tekið tveim höndum í þessum fötum og lifði mig svo inn í hlut- verkið, að ég kom glöð og reif til veizlunnar. Mér hefur líka sjaldan verið betur tekið í veizlu og það undarlega var, að mér var hrósað sérstaklega fyrir klæðnað minn. Að hegða sér rétt og hæfilega við hvert einstakt tækifæri er miklu meira atriði en klæðnaður- inn. Oft hefi ég séð stúlkur sækja um stöðu, og leggja þá miklu meiri áherzlu á útlit sitt en það, hvernig þær kæmu fyrir sig orði. Mig lang- ar oft til að segja við þessar stúlk- ur, að það sé rétt af þeim, að vanda klæðnað sinn og útlit, en hitt sé þó miklu mikilsverðara, ef þær ætli sér að fá stöðuna, að það sé raunveruleg manneskja í fötun- um. Þær ættu því að leggja höfuð- áherzluna á að gera vinnuveitand- anum Ijósa kunnáttu sína og leikni og reynslu, fremur en reyna að blekkja hann með fötum og fríð- leik. Þó að leikur í hinu daglega amstri, hefði engan annan kost en þann, að hann losar fólk undan fargi sjálfsmeðvitundarinnar. Þá væri hann réttlætanlegur. Góður leikur fær manninn til að gleyma sér og krefst svipbrigða, jafnvægis og stjórnar, og hjálpar manninum ÚRVAL til að meta aðstæðurnar afstæðar en ella. Hann er þá bæði þátttak- andi og áhorfandi í lífinu. Aðeins sá sem hugsar afstætt og hefur stjórn á sér í hlutverkinu, veldur því og á það jafnt við í sam- ræðum, fjölskyldulífi eða á við- skiptaráðstefnum. Þessi ópersónulega afstaða, sem góður leikur krefst, gerir þér kleift að átta þig betur á samleikurum þínum á sviðinu. Þú tekur þá einn- ig fullt tillit til mótleikaranna. Hver dagleg athöfn okkar, allt frá því við bjóðum góðan daginn á morgnanna og þar til við köstum kveðju á lyftustrákinn á kvöldin nýtur góðs af þessari eigin leik- stjórn okkar. Hinir hversdagslegu atburðir verða mörgum þreytandi og leiðinlegir, en það breytist, ef við leikum hlutverkið vel og mun- um þá eftir mótleikurum okkar. Fólk segir gjarnan, að slíkur „leikur“, verði oft óeðlilegur og fjarstæðukenndur, en því er til að svara, að allt okkar hátterni er það hvort eð er. Okkur er ekki eðlilegt að tala saman, hvers vegna skyludm við þá ekki tala eins og hæfir bezt hverju gefnu tilviki? Þessi leikur okkar má ekki vera fólgin í því, að stæla einhverja persónu. Það getur til dæmis verið að okkur finnist þokki einhverrar leikkonu liggja í framkomu hennar, en ef við ætlum að stæla þessa framkomu, getur það ekki orðið annað en tilgerðarleg eftirlíking. Listin er að nota eigin hæfileika út í æsar, og leiktæknin er alls ekki fólgin í því, að steypa yfir sig ann- arra manna stakki, heldur að af-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.