Úrval - 01.12.1966, Qupperneq 122
120
Ég minnist þess, að mér var eitt
sinn boðið í veizlu, en uppgötvaði
á síðustu stundu, að ég átti ekki
klæðnað, sem hæfði þessu tækifæri.
Mér var skapi næst að hætta við að
fara, en ákvað loks, að nú skyldi
ég beita leikkunnáttu minni og
„klæða“, minn innri mann í hin
réttu föt. Ég ímyndaði mér, að mér
yrði tekið tveim höndum í þessum
fötum og lifði mig svo inn í hlut-
verkið, að ég kom glöð og reif til
veizlunnar. Mér hefur líka sjaldan
verið betur tekið í veizlu og það
undarlega var, að mér var hrósað
sérstaklega fyrir klæðnað minn.
Að hegða sér rétt og hæfilega
við hvert einstakt tækifæri er
miklu meira atriði en klæðnaður-
inn. Oft hefi ég séð stúlkur sækja
um stöðu, og leggja þá miklu meiri
áherzlu á útlit sitt en það, hvernig
þær kæmu fyrir sig orði. Mig lang-
ar oft til að segja við þessar stúlk-
ur, að það sé rétt af þeim, að
vanda klæðnað sinn og útlit, en
hitt sé þó miklu mikilsverðara, ef
þær ætli sér að fá stöðuna, að það
sé raunveruleg manneskja í fötun-
um. Þær ættu því að leggja höfuð-
áherzluna á að gera vinnuveitand-
anum Ijósa kunnáttu sína og leikni
og reynslu, fremur en reyna að
blekkja hann með fötum og fríð-
leik.
Þó að leikur í hinu daglega
amstri, hefði engan annan kost en
þann, að hann losar fólk undan
fargi sjálfsmeðvitundarinnar. Þá
væri hann réttlætanlegur. Góður
leikur fær manninn til að gleyma
sér og krefst svipbrigða, jafnvægis
og stjórnar, og hjálpar manninum
ÚRVAL
til að meta aðstæðurnar afstæðar
en ella. Hann er þá bæði þátttak-
andi og áhorfandi í lífinu.
Aðeins sá sem hugsar afstætt og
hefur stjórn á sér í hlutverkinu,
veldur því og á það jafnt við í sam-
ræðum, fjölskyldulífi eða á við-
skiptaráðstefnum.
Þessi ópersónulega afstaða, sem
góður leikur krefst, gerir þér kleift
að átta þig betur á samleikurum
þínum á sviðinu. Þú tekur þá einn-
ig fullt tillit til mótleikaranna.
Hver dagleg athöfn okkar, allt frá
því við bjóðum góðan daginn á
morgnanna og þar til við köstum
kveðju á lyftustrákinn á kvöldin
nýtur góðs af þessari eigin leik-
stjórn okkar. Hinir hversdagslegu
atburðir verða mörgum þreytandi
og leiðinlegir, en það breytist, ef
við leikum hlutverkið vel og mun-
um þá eftir mótleikurum okkar.
Fólk segir gjarnan, að slíkur
„leikur“, verði oft óeðlilegur
og fjarstæðukenndur, en því er til
að svara, að allt okkar hátterni er
það hvort eð er. Okkur er ekki
eðlilegt að tala saman, hvers vegna
skyludm við þá ekki tala eins og
hæfir bezt hverju gefnu tilviki?
Þessi leikur okkar má ekki vera
fólgin í því, að stæla einhverja
persónu. Það getur til dæmis verið
að okkur finnist þokki einhverrar
leikkonu liggja í framkomu hennar,
en ef við ætlum að stæla þessa
framkomu, getur það ekki orðið
annað en tilgerðarleg eftirlíking.
Listin er að nota eigin hæfileika út
í æsar, og leiktæknin er alls ekki
fólgin í því, að steypa yfir sig ann-
arra manna stakki, heldur að af-