Úrval - 01.12.1966, Síða 124

Úrval - 01.12.1966, Síða 124
122 ÚRVAL klæða sjálfan sig, það er ekki til- gangurinn að hylja gallanna, heldur að draga fram kostina. Þegar þú hefur fengið þá hug- mynd, að leika hlutverk þitt í líf- inu vel, af öryggi og sannleika, þá fer ekki hjá því að sú ákvörðun hafi óhjákvæmileg áhrif á rödd þína, málfar þitt, limaburð, svip- brigði og hegðan. Við minnumst þess úr leiknum Pygmalion eftir Shaw, að það reyndist ógerningur að breyta málfari My Fair Lady fyrr en persónuleiki hennar hafði allur breytzt. Það er hægt að láta tilfinningar sínar í ljós á miklu fleiri vegu en með orðum einum saman. Framkoman eða látbragðið getur sagt: Ég er þreyttur, ég er kjarklaus, ég er hirðulaus, ég er viðbúinn, ég er feiminn, ég er montinn. Göngulagið getur sagt: Ég er ekki hræddur við að stíga niður fætinum, því að ég á jörðina, og í hana ætla ég að spyrna fast, því að ég ætla að stökkva langt. Ég veit að ég á langan og harðan veg fyrir höndum, en ég ætla að reyna að missa ekki af þeirri til- breytingu, sem á þeim vegi mínum verður. Röddin getur sagt, að þú sért nöldurgefin, armæðufullur, mak- ráður, mús eða ljón. Þú ræður því sjálfur, hvort þú iætur guð og lukkuna um hvernig þú kemur fyrir, eða hvort þú tekur málið í þínar hendur og leikur hlutverk þitt og hefur stjórn á því. Aðal góðs leiks er alltaf ein- faldleikinn. Þú mátt ekki ruglast á kæruleysi og einfaldleika í hegð- un. Einfaldleiki er jafnframt hreinleiki og jaðrar við meinlæti, það er, hina ströngustu sjálfstjórn. Lærður maður talar einfalt mál, auðugur maður klæðist látlaust, mikill leikari leikur einfalt, en þrátt fyrir þetta, er miklum erfiðleikum bundið að öðlast þennan einfald- leika og hann er jafnan afleiðing af heiðarleika og mikilli ástundan. Það er ekki hægt að steypa honum yfir sig, né gera sér hann upp, hann verður að vera raunveruleg af- leiðing af persónuleika mannsinb. Við dagleg störf okkar getum við jafnan neytt leikhæfileika okkar, en spurningin er hvernig við ger- um það, og hvort við látum okkur nægja að vera á valdi venja okkar og siða eða hvort við ráðum yfir hegðan okkar af leikni og sjálf- stjórn hins góða leikara. Mergurinn málsins fyrir okkur öll, er að öðlast tækni til að leiða í ljós allt það skásta í okkur sjálf- um. Manni einum varð þetta að orði, þegar hann fékk alveg óvænt ágóðahlut af hlutabréfum, sem hann áleit vera einskis virði: „Þetta var alveg eins og að fá senda peninga í pósti frá syni í heimavistar- skóla.“ George Fuermann..
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.